Berglind ♀
Fallbeyging
NefnifallBerglind
ÞolfallBerglind

Berglindi

Berglindu
ÞágufallBerglind

Berglindi

Berglindu
EignarfallBerglindar
Notkun núlifandi¹
Fyrsta eiginnafn 1.047²
Seinni eiginnöfn 231
¹Heimild: þjóðskrá júlí 2007
²Heimild: 2023 Eiginnöfn kvenna Hagstofan
Listi yfir íslensk mannanöfn

Berglind er íslenskt kvenmannsnafn. Nafnið hefur þrjár jafngildar beygingar í þol- og þágufalli. Beygingin Berglindi virðist þó vera mest notuð um þessar mundir. Í bókinni Nöfn Islendinga, sem Heimskringla gaf út árið 1991, segir að nafnið Berglind sé líklega myndað af nafni Lindberghs flugkappa. Fyrst var farið að gefa nafnið á áratugnum 1931-1940.

Dreifing á Íslandi breyta

Gögnin eru unnin upp úr Þjóðskrá Íslands fyrir árabilið 1950-2006. Dökku súlurnar sýna fjölda nafngifta fyrir nafnið sem fyrsta nafn og ljósu súlurnar sem seinna eiginnafn það árið. Hlutfallstölur eru reiknaðar út frá fjölda nafngifta af samþykktum íslenskum nöfnum, hlutfall seinna nafns er reiknað út frá heildarfjölda seinni eiginnafna það árið.


Heimildir breyta

  • „Orðabók Háskólans - Berglind“. Sótt 9. desember 2005.
  • „Mannanafnaskrá“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. nóvember 2006. Sótt 10. nóvember 2005.