Berghlynur (Acer tataricum) er lítil hlyntegund sem er með útbreiðslu í mið og suðaustur Evrópu (Austurríki, Rúmenía, Ungverjaland, Kákasus, Tyrkland og Úkraína). Hann verður 4-12 metrar að hæð. Lítil reynsla er af honum á Íslandi.

Berghlynur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Sápuberjabálkur (Sapindales)
Ætt: Sápuberjaætt (Sapindaceae)
Ættkvísl: Hlynir (Acer)
Undirættkvísl: Acer sect. Ginnala
Tegund:
A. tataricum

Tvínefni
Acer tataricum
L.
Samheiti
Listi
Tré við lestarstöð í Helsinki

Einhver ágreiningur er hvort berghlynur sé undirtegund af síberíuhlyn, síberíuhlynur sé undirtegund af berghlyn[1][2] eða séu báðar sjálfstæðar tegundir.

Samkvæmt the Plant List sem gefinn er út af Kew Gardens í London,[2][3] þá eru eftirfarandi undirtegundir:

  • Acer tataricum subsp. aidzuense (Franch.) P.C.DeJong
  • Acer tataricum subsp. ginnala (Maxim.) Wesm. - Japan, Kórea, Mongólía, austurhluti Rússlands, norðaustur og mið Kína
  • Acer tataricum subsp. semenovii (Regel & Herder) A.E.Murray - Tíbet, Afghanistan, suður Rússland, Íran
  • Acer tataricum subsp. tataricum - Kákasus, Tyrkland, Austurríki, Ungverjaland, Rúmenía, Serbía, Úkraína
  • Acer tataricum subsp. theiferum (W.P.Fang) Y.S.Chen & P.C.de Jong - Kína

Tengill breyta

Tilvísanir breyta

  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. október 2021. Sótt 26. október 2021.
  2. 2,0 2,1 Flora of China, Acer tataricum Linnaeus, 1753. 鞑靼槭 da da qi
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. október 2021. Sótt 26. október 2021.
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist