Belgrad

höfuðborg Serbíu
(Endurbeint frá Belgrað)

Belgrad eða Belgrað (serbneska: Београд með kyrillísku letri eða Beograd með latínuletri) er stærsta borg og höfuðborg Serbíu. Við borgina eru ármót Dónár og Sava. Borgin er ein af þeim elstu í Evrópu og á rætur sínar að rekja allt til um 6000 f.Kr.[1] Í henni búa um 1.200.000 manns, hún er stærsta borg fyrrum Júgóslavíu og fjórða stærsta borg Suð-Austur Evrópu á eftir Istanbul, Aþenu og Búkarest.

Belgrad
Београд (serbneska)
Belgrað
Miðborg Belgrad
Miðborg Belgrad
Fáni Belgrad
Skjaldarmerki Belgrad
Belgrad er staðsett í Serbíu
Belgrad
Belgrad
Hnit: 44°49′04″N 20°27′25″A / 44.81778°N 20.45694°A / 44.81778; 20.45694
Land Serbía
Flatarmál
 • Samtals389,12 km2
Hæð yfir sjávarmáli
117 m
Mannfjöldi
 (2022)
 • Samtals1.197.714
 • Þéttleiki3.078/km2
TímabeltiUTC+1 (CET)
 • SumartímiUTC+2 (CEST)
Póstnúmer
11000
Svæðisnúmer+381(0)11
ISO 3166 kóðiRS-00
Vefsíðabeograd.rs

Á því svæði sem Belgrad er í dag hafðist forsögulegur þjóðflokkur Vinča við. Borgin var stofnuð á tímum Kelta og Rómarveldis en á 7. öld tóku Slavar að byggja borgina. Serbía tilheyrði Austur-rómverska keisaradæminu, var undir Frönkum, Búlgörum, Ungverjum og Serbum áður en Ottómanveldið lagði Belgrad undir sig árið 1521. Belgrad var höfuðborg sjálfstæðs ríkis Serba frá árinu 1403 til 1427 en féll þá aftur til Ottómana. Serbía hlaut sjálfstæði árið 1841. Á 20. öld var Belgrad höfuðborg Konungsríkis Serba, Króata og Slóvena á árunum 1918-29, 1929-41 Konungsríkisins Júgóslavíu og loks 1945-92 Sósíalíska sambandslýðveldisins Júgóslavíu.

Belgrad hefur töluverða sjálfsstjórn innan Serbíu og er borgarstjórnin þónokkuð valdamikil. [2] Borginni er skipt í 17 smærri hverfiseiningar sem hvert fyrir sig hefur sérstakt hverfisráð. Borgin nær yfir 3,6% af landssvæði Serbíu og u.þ.b. 21% fólksfjöldans (að Kosovo frátöldu) býr innan borgarmarkanna.

Landafræði

breyta

Belgrad er í um 117 m hæð yfir sjávarmáli við ármót tveggja stórra áa Dónár og þverár hennar Sava.

Tilvitnanir

breyta
  1. „Discover Belgrade“. Opinber heimasíða Belgrad.
  2. „Heimasíða borgarstjórnar Belgrad“. Opinber heimasíða Belgrad.
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.