Búrfellshraun við Hafnarfjörð

Búrfellshraun er samnefni yfir hraunasvæði sem teygir sig yfir stórt svæði í nálægð Hafnarfjarðar. Hraunin runnu fyrir um 8000 árum en þá varð eldgos sem myndaði eldborgina Búrfell sem rís fyrir sunnan Hafnarfjörð. Hraunin nefnast ólíkum nöfnum eftir staðsetningu þeirra eða útliti: Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Urriðakotshraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun.

Kort af Búrfellshrauni.

Tenglar

breyta
  • „Hvaðan kemur hraunið sem liggur yfir Hafnarfirði og að hluta til Garðabæ, og kom það allt úr sama gosi?“. Vísindavefurinn.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.