Búauðgisstefnan
Búauðgisstefna er skóli hagfræðinnar sem var ríkjandi meðal franskra hagfræðinga á árunum 1750-1780. Þeir töldu að ríkið ætti ekki að hafa afskipti af rekstri náttúruhagfræðilegra lögmála. Búauðgisstefnan er almennt talinn fyrsti vísindaskólinn í hagfræði og var stofnaður af Francois Quesnay (1694- 1774), sem sýndi fram á efnahagsleg tengsl milli verslunar og landbúnaðar og fullyrti að landbúnaður einn bætti við sig auðlegð þjóðar[1].
Land og landbúnaður var því talinn vera uppspretta alls auðs. Búauðgismenn sáu fyrir sér samfélag þar sem lög voru skrifuð í samræmi við náttúrulög. Þeir ímynduðu sér að landbúnaðarsamfélag sem réðist að mestu á kaupauðgisstefnunni með áherslu hans á framleiðslu og utanríkisviðskipti og fjöldi efnahagslegra reglugerða.[2]
François Quesnay var franskur hagfræðingur og læknir og er talinn var einn fyrsti hagfræðingurinn til að greina efnahagslífið sem eina heild. Quesnay var skurðlæknir konungs Frakklands, Loðvíks XV. Hann lagði fram ýmsar tillögur fyrir Loðvík 15. til auka viðskiptafrelsi í Frakklandi, þar á meðal vildi hann lækka skatta og afnema tolla auk breytinga á lögum um viðskipti innan Frakklands. Quesnay vildi að Frakkland myndi þróast líkt og á Bretlandi sem voru taldir vera ríku nágrannir þeirra. Þó Quesnay væri talsmaður verslunarfrelsis var hann eindreginn stuðningsmaður upplýsts einveldis.[3]
Þekking hans á blóðrásinni og trú hans á skapandi lækningamátt hafði áhrif á hagfræðilegar greiningar hans. Einnig var hann búsettur í Versölum sem hafði áhrif á fyrstu efnahags hugmyndir hans sem byggðust af rannsóknum á Aristótelesi og Thomas Aquinas. Fyrsta fræðirit Quesnay og eitt það þekktasta framlag hans til hagfræðinnar er fræðiritið Tableu économique (1758). Ritið er eitt mikilvægasta hagfræðirit for-klassískrar hagfræði.[3]
Meðal lærisveina Quesnay voru Marquis de Mirabeau (1715–1789) og Anne-Robert-Jacques Turgot (1727–1781). Sem kom strax á undan fyrstu nútímaskólanum nýklassískra hagfræði sem hófst með útgáfu Adams Smith Auðlegð þjóðar árið 1776.
Saga
breytaUm miðja 18.öld var mikil breyting í þróun staðreynda og röksemda bæði í Frakklandi og Þýskalandi. Sú breyting var vegna löngun ríkisstjórna og stjórnenda til kerfisbundinnar áætlanagerðar sem miðaði að langtíma efnahagsþenslu og vöxt í hagkerfinu og að miðla áfram hugmyndum um stjórnmálahagfræði. Í Þýskalandi var þróun um kameralismi og á sama tíma í Frakklandi var afdrifarík þróun í búauðgisstefnunnar. [4]
Pierre de Boisguilbert (1646-1714) var ráðgjafi við stjórnvöld Loðvík XIV hann var franskur löggjafi og jansenisti sem er talinn var einn sá fyrsti sem kom með þá hugmynd fram um efnahagslegan markað. Boisguilbert skrifaði fáeina bæklinga um hagstjórn sem fjallaði ítarlega um skattlagningu, maís viðskipti og peninga. Boisguilbert útskýrði í ritum sínum að auðlegð þjóðar orsakaðist ekki af velvild og kærleika, heldur af eiginhagsmunum. Boisguilbert benti á að markaðir væru tengdir með peningaflæði í hagkerfinu: að kostnaður fyrir kaupendur á maís yrðu tekjur fyrir bændur. Þannig að lækkað verð á maís, sem gerist vanalega þegar það er skortur á maís og yrði áhættusöm efnahagsstefna þar sem bændur myndu geta hætt að framleiða maís. Með þessu vildi Boisguilbert vara við stjórnvöld að þetta gæti leitt til að fleiri bændur myndu fara að flytja inn maís erlendis. það myndi þá leiða til skorts á maís og myndi koma í veg fyrir að stefnan skili árangri. Landbúnaður í Frakklandi á þeim tíma var enn að fylgja þeim reglum sem settar voru fram á miðöld sem hlekkjaði framtakssama bændur. [5]
Samfélagið fram að tímum búauðgismanna einkenndist af hernaðarátökum, sjó ára stríðinu (1756-63) milli Frakklands og Englands og annars vegar slæmt ástand ríkisins á þeim tíma í Frakklandi. Hreyfingin innan búaugðismanna óx og not var fyrir nýjar efnahagsmál hugmyndir í Frakklandi, Mörg rit voru skrifuð sem veittu góða innsýn hugleiðingar sem búaugðismenn höfðu um efnahagsmálinn. Journal Œconomique (1751–72), Journal du commerce (1759–62), Journal de l’agriculture, du commerce et des finances (1765–74), þar sem hægt er að finna áhrif frá verkum Richard Cantillon.[6]
Verk Cantillon höfðu mikil áhrif á stefnu búauðgismanna. Cantillon kom fram með heildstæða kenningu hvað varðar verðlag og tekjudreifingu. Hann lagði einnig sitt af mörkum í peningamagnskenninguna sem og kenninga um utanríkisviðskipti og viðskiptajöfnuð. Nokkrar af hugmyndum Cantillons voru síðar samþykktar og lagaðar, ekki aðeins af búaugðismönumm heldur einnig Adam Smith og síðar af Klassískri hagfræði. [7]
Til þess að efla stöðu innan búaugðisstefnunar kom Jacques Vincent de Gournay (1712–59) nokkrum hagfræðingur saman þá, François Véron de Forbonnais (1722–1800) og Anne-Robert-Jacques Turgot (1727–81). Það leyti til þess að efnahagsrit í Frakklandi sprungu um miðja 18. öld. Höfundar efnahagsritana voru öllu stéttum samfélagsins, bændur, landeigendur, verksmiðjueigendur og herforingjum en meirihluti þeirra voru menn með akademískan bakgrunn svo sem lögmenn og fjármálasýslumenn eða læknar. Hagur í stjórnmálahagfræði á þeim tíma í Frakklandi einkenndist síðar af stefnu þeim alþekktu búaugðismönnum, Anne-Robert-Jacques Turgot (1727–1781) og François Quesnay (1694–1774).
Tableau économique
breytaTableau économique er hagfræðilegt líkan sem lýst var fyrst af Quesnay árið 1759 sem lagði grunninn að hagfræðikenningum búauðgisstefnunnar. Það inniheldur grunnhugmyndir að hringrás auðs í hagkerfinu. Líkanið sem Quesney lagði fram samanstendur að þremur efnahagslegum þáttum en þeir voru landeigendur, landbúnaðarvinnuafl og stétt sem samanstóð af handverksmönnum og kaupmönnum.
Hugmyndir um hagstjórn
breytaFræðimenn búauðgisstefnunnar lögðu fram kenningar um náttúrurétt þar sem þeir sáu fyrir sér samfélag þar sem náttúruleg efnahagsleg og siðferðisleg lögmál myndu fá að ganga óhindruð frá valdi hinu opinbera. Þeir sáu einnig fyrir sér samfélag sem samanstóð aðallega að landbúnaðariðnaði og gagnrýndu þeir því kaupauðgisstefnuna fyrir þeirra hugmyndir um mikla skattlagningu og tolla sem og áherslu á fjöldaframleiðslu og útflutning.
Kaupauðgisstefnan var undanfari búauðgisstefninnar en þeir héldu því fram að hver ríkisstjórn yrði að koma að stjórn millilandaviðskiptum og fjöldaframleiðslu til að auka auð sinn og völd og að mynt og gull væri kjarni auðs. Kenning búauðgistefnunnar var hins vegar að vinnuafl og viðskipti ætti að vera laus við allt aðhald. Búauðgismenn töldu að eiginhagsmunir væru hvatning hvers hluta hagkerfisins til að gegna hlutverki sínu. Hver einstaklingur er færastur til að ákveða hvaða vörur hann vill og hvers konar vinna myndi veita honum það sem hann vill fá út út lífinu. Hugtakið laissez-faire (,,lát vera’’) kom upp á tíma búauðgisstefnunnar og var notast til að sannfæra aðila hagkerfisins að besta stefnan væri að leyfa markaðsöflum að stjórna hagkerfinu.
Tilvísanir
breyta- ↑ physiocrat. Encyclopedia Britannica. https://www.britannica.com/topic/physiocrat. Sótt 4.september 2022.
- ↑ Harry, Landreth, (2002). History of economic thought. Houghton Mifflin. ISBN 978-0-618-13394-9. OCLC 470541634.
- ↑ 3,0 3,1 „HET: The Physiocrats“. www.hetwebsite.net. Sótt 3. október 2022.
- ↑ Steiner, Phillippe (2003) "Physiocracy and French Pre-Classical Political Economy", bls 61
- ↑ Steiner, Phillippe (2003) "Physiocracy and French Pre-Classical Political Economy", bls 62
- ↑ Lars Behrisch, "Statistics and Politics in the 18th Century." Historical Social Research/Historische Sozialforschung (2016) 41#2: bls 238–257.
- ↑ Steiner, Phillippe (2003) "Physiocracy and French Pre-Classical Political Economy", bls 63-65