Bötunarstöð er miðstöð til bötunar sláturgripa, s.s. nautgripa og sauðfjár. Bötunastöðvar, sem falla undir skilgreininguna „verksmiðjubúskapur“, eru algengar í Bandaríkjunum og eru teknir gripir um 300 kíló inn á stöðvarnar og þeir bataðir undir slátrun.

Bötunarstöð í Texas

Fóðrað er á heilfóðri (öllu blandað saman) og gefið á fóðurstíg. Stöðin skiptist í mörg hólf þar sem gripir af sama þyngdarflokki ganga saman og eru sendir á sama tíma til slátrunar en þá er notuð svokölluð „allt inn-allt út“-aðferð.