Bíliðngreinar
Bíliðngreinar eru greinar sem snúa að atvinnu í kringum farartæki. Greinarnir eru þrjár og eru bifvélavirkjun, bílamálun og bifreiðasmíði.
Nám í bíliðngreinum
breytaÁ Íslandi er boðið uppá nám í öllum þremur greinum. Í Verkmenntaskólanum á Akureyri er hægt að stunda nám við bifvélavirkjun[1] en í Borgarholtsskóli er hægt að stunda nám í bifvélavirkjun, bílamálun og bifreiðasmíði.[2] Til að ljúka námi þarf að klára burtfarapróf frá skólanum og klára vinnustaðanám á starfræktu verkstæði (Stundum kallað nemasamningur). Þegar það er bæði lokið þarf að taka sveinspróf hjá fræðslusetrinu Iðan. [3]
Bifvélavirkjun
breytaBifvélavirkjar starfa við viðgerðir og reglulegt viðhald á bílum og öðrum farartækjum. Stundum sérhæfa bifvélavirkjar sig í viðgerðum á hreyflum, gírkössum, rafbúnaði og tvinnbílum svo eitthvað sé nefnt. [4]
Bílamálun
breytaBílamálarar undirbúa fleti bifreiðar með því að pússa, gera við smábeyglur og sprauta nokkrum umferðum af málningarefni yfir þær, bæði til að vernda yfirbyggingu bíla og bæta útlit þeirra.[5]
Bifreiðasmíði
breytaBifreiðasmiðir starfa við réttingar, smíðar og breytingar á yfirbyggingu og burðarvirkjum bifreiða.[6]
Heimildir
breyta- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 31 janúar 2023. Sótt 31 janúar 2023.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 31 janúar 2023. Sótt 31 janúar 2023.
- ↑ https://www.idan.is/sveinsprof/
- ↑ https://naestaskref.is/starfalisti/bifvelavirki/
- ↑ https://naestaskref.is/starfalisti/bilamalari/
- ↑ https://naestaskref.is/nam/bifreidasmidi/