Aryabhata
Aryabhata (um 475 - 550) var indverskur stærðfræðingur. Hann er höfundur ritsins Aryabhatiya, sem er rímað rit um stærðfræði og er eitt af elstu ritum indverskum um þau fræði. Þessi kvæði innihalda fjölmargar reglur um útreikninga og mælitækni. Nefna má flatarmálsreglur, gildi á pí og summur raða. Einnig er þarna að finna töflu um hornafallið sínus, byggt á hálfum streng eins og gert er í dag en ekki á heilum streng eins og grikkir gerðu til forna.