Annalena Baerbock

Þýskur stjórnmálamaður

Annalena Baerbock (f. 15. desember 1980) er þýsk stjórnmálakona og núverandi utanríkisráðherra Þýskalands. Hún hefur verið annar tveggja leiðtoga þýsku Græningjanna ásamt Robert Habeck frá árinu 2018. Hún var jafnframt frambjóðandi Græningja til embættis kanslara Þýskalands fyrir þingkosningar landsins í september 2021 og var álitin fyrsta kanslaraefni Græna flokksins með raunhæfa möguleika á að ná kjöri í embættið.[1]

Annalena Baerbock
Annalena Baerbock árið 2021.
Utanríkisráðherra Þýskalands
Núverandi
Tók við embætti
8. desember 2021
KanslariOlaf Scholz
ForveriHeiko Maas
Persónulegar upplýsingar
Fædd15. desember 1980 (1980-12-15) (43 ára)
Hannover, Neðra-Saxlandi, Vestur-Þýskalandi (nú Þýskalandi)
StjórnmálaflokkurSambandið 90/Græningjarnir
MakiDaniel Holefleisch
Börn2
HáskóliHamborgarháskóli
London School of Economics
StarfStjórnmálakona
Undirskrift

Annalena Baerbock hefur setið á þýska sambandsþinginu fyrir Brandenborgarkjördæmi frá árinu 2013.[2] Hún var meðlimur í flokksráði Græningjanna frá 2012 til 2015 og var leiðtogi landsdeildar flokksins í Brandenborg frá 2009 til 2013.

Æviágrip breyta

Menntun breyta

Baerbock nam stjórnmálafræði við Hamborgarháskóla frá 2000 til 2004 og útskrifaðist með mastersgráðu í þjóðarétti við Hagfræði- og stjórnmálafræðiháskólann í London árið 2005. Frá 2009 til 2013 bjó hún sig undir doktorsnám í þjóðarétti við Fríháskólann í Berlín en hefur til þessa dags ekki lokið gráðunni.[3]

Stjórnmálaferill breyta

Baerbock var leiðtogi Sambandsins 90/Græningjanna í Brandenborg frá 2009 til 2013. Hún var kjörin á þýska sambandsþingið árið 2013 og endurkjörin árið 2017.[4] Hún var talsmaður flokksins í loftslagsmálum.[3]

Kjör í formennsku Græningjanna breyta

Baerbock er talin tilheyra raunræisvæng Græningjaflokksins. Hún var kjörin annar formaður Sambandsins 90/Græningjanna þann 28. janúar 2018 með 97,1% atkvæðanna.[5] Robert Habeck var kjörinn meðformaður flokksins ásamt Baerbock.[6] Sem leiðtogar hafa Baerbock og Habeck reynst farsælt og vinsælt tvíeyki[7][8] og undir þeirra stjórn hafa Græningjarnir mælst með þremur fylgishæstu stjórnmálaflokkum Þýskalands þökk sé raunsærri nálgun þeirra og sáttastefnu.[9]

Kosningaárángur Græningja á formannstíð Baerbock og Habeck vakti mikla athygli[10] og leiddi til umræðu um að þau gætu orðið eftirmenn Angelu Merkel á kanslarastól.[11] Velgengni þeirra var tengd við aukið fylgi umhverfishreyfinga í Evrópu.[12]

Þann 19. apríl 2021 var Baerbock formlega valin sem kanslaraefni Græningja í þingkosningum Þýskalands 2021.

Skoðanir breyta

Annalena Baerbock hefur reynt að staðsetja Græningjaflokkinn sem „borgaralegan flokk“. Hún skilgreinir sig hvorki til vinstri né hægri[13] en styður bæði Evrópusambandið og markaðshagkerfið.[14] Hún hefur einnig lýst yfir vilja til þess að mynda samsteypustjórn með Kristilegum demókrötum.[15]

Baerbock hefur einkum sótt fylgi sitt til ungra kjósenda. Árið 2018 var einn af hverjum fjórum kjósendum Græningja á áldrinum 18 til 24 ára, sem var 12 % hlutfallshækkun á fimm árum.[14]

Græningjarnir eru á móti lagningu olíuleiðslunnar Nord Stream 2 á milli Þýskalands og Rússlands og hafa látið þau orð falla að „aðeins kerfi Pútíns græði á henni“ og að hún „grafi undan utanríkisstefnu Þýskalands“.[16]

Umfjöllun breyta

Árið 2021 taldi miðillinn Politico Baerbock meðal 28 voldugustu einstaklinga í Evrópu og þann þriðja voldugasta í flokknum Dreamers („dreymendur“).[17]

Einkahagir breyta

Baerbock er gift stjórnmálaráðgjafanum Daniel Holefleisch og á með honum tvær dætur sem fæddar eru árin 2011 og 2015.[18] Þau búa í Potsdam í Brandenborg.[19]

Tilvísanir breyta

  1. Arnar Þór Ingólfsson (20. apríl 2021). „Armin eða Annalena?“. Kjarninn. Sótt 26. apríl 2021.
  2. „Landesverband Brandenburg: LDK in Potsdam 2013“ (þýska). Grüne Brandenburg. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. desember 2013. Sótt 24. apríl 2021.
  3. 3,0 3,1 „Annalena Baerbock, Bündnis 90/Die Grünen“ (þýska). Sambandsþing Þýskalands. Sótt 26. apríl 2021.
  4. Sébastien Vannier (21. nóvemebr 2019). „L'écologiste Annalena Baerbock sera-t-elle la prochaine Merkel ?“. www.euractiv.fr (franska). Sótt 26. apríl 2021.
  5. „Allemagne. Annalena Baerbock, co-présidente des écologistes, sera-t-elle la prochaine chancelière ?“ (franska). Ouest France. 21. nóvember 2019.
  6. „Robert Habeck, la nouvelle figure de proue des Verts allemands“, Le Monde, 28. janúar 2018.
  7. „Un duo triomphant“ (franska). Le Soir Plus. 17. nóvember 2019. Sótt 26. apríl 2021.
  8. „À Munich, Emmanuel Macron rencontre pour la première fois les Verts allemands“ (franska). L'Express. 2020. Sótt 26. apríl 2021.
  9. „Pourquoi les Verts sont devenus si tendance en Allemagne“ (franska). Les Echos. 29. október 2018. Sótt 26. apríl 2021.
  10. „Allemagne: réélection triomphale du duo à la tête des Verts“. lefigaro.fr (franska). Sótt 26. apríl 2021.
  11. „En Allemagne, les Verts rêvent de remplacer le SPD“ (franska). Le Figaro. Sótt 26. apríl 2021.
  12. „Comment la vague verte a submergé l'Europe“ (franska). Le Figaro. Sótt 26. apríl 2021.
  13. „Allemagne: en 40 ans, la métamorphose des Grünen“ (franska). Le Figaro. Sótt 26. apríl 2021.
  14. 14,0 14,1 „Pourquoi les Verts sont devenus si tendance“ (franska). Les Echos. 30. október 2018. Sótt 26. apríl 2021.
  15. „Congrès de la CDU : beaucoup de bruit pour rien“. lvsl.fr (franska). 20. febrúar 02-20 2021. Sótt 26. apríl 2021.
  16. Odile Tsan (1. mars 2021). „Nord Stream 2 : À quoi jouent les Verts allemands ?“ (franska). L'Humanité. Sótt 26. apríl 2021..
  17. „Politico 28“ (enska). Politico. 26. nóvember 2020. Sótt 26. apríl 2021.
  18. Cordula Eubel (22. nóvember 2020). „Für ihre Töchter“ (þýska). Tagesspiegel. Sótt 26. apríl 2021.
  19. Laurenz Gehrke (19. apríl 2021). „German Greens' Annalena Baerbock: 5 things to know“ (enska). Politico Europe. Sótt 26. apríl 2021.