Alliance-húsið er friðlýst hús á Héðinsreitnum í Reykjavík. Það var saltvinnsluhús Alliance hf. Alliance-húsið stendur enn í Ánanaustum (á horni Mýrargötu og Grandagarðs), þar sem félagið eignaðist lóðir 1911-1913. Þær og tún Ívarssels við Vesturgötu voru notuð sem stakkstæði, þar sem saltfiskur var breiddur til þerris eða settur í stakka. Þetta er núna þekkt sem Héðinsreitur eða lóð Loftkastalans. Reykjavíkurborg keypti Alliance-húsið árið 2007 með það fyrir augum að vernda ytra byrði þess sem fágætt dæmi um sérhæfða byggingu úr atvinnusögu höfuðborgarinnar frá upphafi 20. aldar.

Saltfiskbreiðsla á stakkstæði Alliance við Mýrargötu árið 1930

Heimildir breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.