Zulfikar Ali Bhutto

(Endurbeint frá Ali Bhutto)

Zulfikar Ali Bhutto (IPA: zʊlfɪkɑɽ ɑli botɔ) f. 5. janúar 1928, d. 4. apríl 1979, var pakistanskur stjórnmálamaður. Hann var forseti Pakistan árin 1971 til 1973 og svo forsætisráðherra 1973 til 1977. Hann stofnaði Þjóðarflokk Pakistans, (Pakistan People's Party (PPP)), sem er einn af áhrifamestu stjórnmálaflokkum í landinu.

Zulfikar Ali Bhutto

Zulfikar Ali Bhutto var tekinn af lífi með hengingu eftir mjög umdeild réttarhöld, þar sem hann var sakaður um að hafa fyrirskipað morð á pólitískum andstæðingi. Grunur lék á að réttarhöldunum hefði verið stjórnað á bak við tjöldin og að Muhammad Zia-ul-Haq hershöfðingi hefði haldið þar um taumana. Í Pakistan er Bhutto oft kallaður Shaheed Zulfikar Ali Bhutto, en orðið shaheed þýðir píslarvottur. Eftir að hann var tekinn af lífi varð ekkja hans, Nusrat Bhutto, í forsvari fyrir Þjóðarflokk Pakistans og svo síðar dóttir þeirra, Benazir Bhutto.


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.