Albert Bandura (1925 - 2021) fæddist í Norður-Kanada. Bandura hlaut doktorsnafnbót frá háskólanum í Iowa árið 1952 og það var þar sem hugur hans fór að hneigjast æ meira að kenningum atferlissinna og námskenningum þeirra. Ári síðar hóf hann kennslu við Stanford-háskólann.

Albert Bandura, 2005

Þrátt fyrir að aðhyllast kenningar atferlissinna var Bandura ósammála sumum atferlissinnum sem töldu að nám gæti aðeins farið fram með beinni skilyrðingu. Þvert á móti taldi Bandura að óbein skilyrðing og herminám væri einnig mikilvægt.

Bóbó-dúkkan breyta

Bandura er meðal annars þekktur fyrir rannsóknir sínar á ýgi. Hann bendir á að ýgi mótist í samfélagi og iðulega með herminámi, þar sem hermt er eftir öðrum sem sýna svipaða hegðun. Fræg er tilraun Bandura sem sýndi hvernig herminám getur skýrt ýgi barna, jafnvel í nokkrum smáatriðum.

Gagnrýni á Bandura breyta

Norski sálfræðingurinn Jan Smedslund Jan Smedslund, hefur gagnrýnt kenningu Bandura um eigin getu (self efficacy) fyrir að vera ekkert nema sjálfsögð sannindi sem þurfi ekki að raunprófa. Bandura bendir á móti á að kenningin um eigin getu sé hluti af heildarkenningu um áhugahvöt, félagsnámskenningu, sem meðal annars er teflt fram gegn einföldum styrkingarkenningum. Það skiptir félagsnámskenningu engu máli hvort eigin geta sé raunvíst eða röklegt hugtak. Það geta því verið meðmæli með kenningu að hún sé augljóslega sönn.

En í því sambandi er líka rétt að muna hve margt á að vera sjálfsögð sannindi en reynist eitthvað annað þegar á hólminn er komið. Það eru til dæmis sjálfsögð sannindi að Akkiles nær aldrei skjaldbökunni. Eða hvað? Er kannski sjálfsagt að hann nái henni? Hver er aftur skilgreiningin á sjálfsagt?