Alþjóðlega núllbaugsráðstefnan

Alþjóðlega núllbaugsráðstefnan (enska: International Meridian Conference) var ráðstefna sem haldin var í október 1884 í Washington, D.C. í Bandaríkjunum að frumkvæði forseta Bandaríkjanna Chester A. Arthur til að ákveða hver ætti að vera núllbaugur jarðarinnar, niðurstaðan m.a. var sú að Greenwich-núllbaugurinn skyldi tekinn upp sem alþjóðlegur núllbaugur.