Hestakastanía

(Endurbeint frá Aesculus hippocastanum)

Hestakastanía eða hrossakastanía (fræðiheiti Aesculus hippocastanum) er stórt lauftré af hrossakastaníuætt. Það er upprunið í fjalllendi á Balkanskaga. Það er vinsælt götutré á Vesturlöndum.

Hestakastanía
Hestakastanía
Hestakastanía
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Sápuberjabálkur (Sapindales)
Ætt: Hrossakastaníuætt (Sapindaceae)
Ættkvísl: Aesculus
Tegund:
A. hippocastanum

Tvínefni
Aesculus hippocastanum
L.

Lýsing breyta

Kjörlendi hestakastaníu er í sól, í skjóli og hlýjum stað þar sem tréð hefur nóg vaxtarrými. Tréð verður allt að 25 m hátt og allt að 25 m í þvermál í heimkynnum sínum. Krónan útbreidd og hvelfd. Smálauf eru saman 5 - 7 talsins og allt að 25 sm löng. Aldin eru hnöttótt og allt 6 sm í þvermál.[1]

Á Íslandi breyta

Hestakastaníu má finna meðal annars í trjásöfnunum í Hellisgerði, Lystigarði Akureyrar og Grasagarði Reykjavíkur. Einnig eru til stálpuð eintök í eldri hluta Reykjavíkur og í Hveragerði. Hún hefur náð um 10 metra hæð. Það telst til tíðinda þegar hrossakastanía blómstrar á Íslandi enda þarf hún til þess hlý sumur. [2]

Gallery breyta

Tilvísanir breyta

 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  1. „Aesculus hippocastanum (Lystigarður Akureyrar)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. mars 2016. Sótt 12. desember 2015.
  2. Hrossakastínu sem liggur á, Vísir 2005
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.