Abies ernestii

Abies ernestii (á kínversku: 黄果冷杉 (huang guo leng shan)) er sígrænt tré af þallarætt.

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. ernestii

Tvínefni
Abies ernestii
Rehd.

LýsingBreyta

Hann verður 60 metra hár með stofna að 2m að þvermáli. Börkurinn er dökkgrár, flagnar langsum. Krónan er keilulaga. Sprotarnir eru gulir eða gulgráir og verða gráir eða grábrúnir á öðru eða þriðja ári, hárlausir eða gishærðir. Barrnálarnar eru skærgrænar að ofan, 1 til 7 sm langar og 2 til 2.5 mm breiðar, með tvemur ljósgrænum loftaugarákum að neðan, endinn sýldur eða hvass. Könglar sívalir eða egglaga sívalir, fyrst grænir, gulgrænir eða brúngrænir, verða brúngulir til brúnir við þroska, 4 til 14 sm langir og 3 til 3.5 sm breiðir. Fræin 7 til 9 mm löng; vængurinn brúnn til purpurabrúnn, 0.8 til 1.8 sm langur. Frjóvgun apríl til maí, fræ fullþroska í október.

ÚtbreiðslaBreyta

Abies ernestii vex helst á fjöllum í 2500 til 3800 metra hæð, í blönduðum eikar (Quercus) og furu (Pinus)skógum; í Kína (suðvestur Gansu, vestur Hubei, norður og vestur Sichuan, austur Xizang og norðvestur Yunnan.

TilvísanirBreyta

HeimildirBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.