49er
49er er hraðskreið, flatbotna tvímenningskæna hönnuð af ástralska skútuhönnuðinum Julien Bethwaite sem nýr ólympíubátur fyrir prófanir 1996. 49er var fyrst notuð sem keppnisbátur á Sumarólympíuleikunum 2000 í Sydney. Hönnun hennar byggir á hönnun áströlsku 18 feta kænunnar. Hún er með langt bugspjót fyrir gennaker, vængi út frá hliðunum og masturstaug fyrir bæði stýrimann og miðskipsmann.
29er er minni þjálfunarútgáfa fyrir 49er með einni masturstaug.