30 Seconds to Mars

(Endurbeint frá 30 seconds to mars)

30 Seconds to Mars (einnig skrifað Thirty Seconds to Mars) er bandarísk alternative-metal hljómsveit.

30 Seconds to Mars af MTV Video Music Awards.

30 Seconds to Mars (Thirty seconds to Mars) var stofnuð árið 1998 af Jared Leto og bróður hans Shannon Leto. Árið 2001 bættist Matt Wachter í hópinn og spilaði hann á bassa og hljómborð frá 2002-2007. Eftir að hafa spilað með nokkrum gítarleikurum, sem hættu allir vegna vandamála tónlistarferðalaga, kom Tomo Miličević til sögunnar. Hann kom árið 2003 og spilar enn með bandinu. Núna skipa hljómsveitina leikarinn Jared Leto, sem er söngvari og lagahöfundur hljómsveitarinnar, Tomo Miličević, sem er gítarleikari og hljómborðsspilari, og Shannon Leto trommuleikari. Hljómsveitin leikur progressive rokk og er á mála hjá útgáfufyrirtækinu Virgin Records.

 
Hljómsveitin á tónleikum í Þýskalandi 2007.

30 Seconds to Mars (2002-2005)

breyta

Árið 2002 gaf hljómsveitin út fyrstu plötu sína (30 Seconds to Mars). Þeir gáfu út tvær smáskífur, Capricorn (A brand new name) og Edge of the earth.

A Beautiful Lie (2005-2009)

breyta

30. ágúst 2005 gaf hljómsveitin út sína aðra plötu (A Beatuiful Lie). Platan lak inn á netið fimm mánuðum áður en hún var gefin út svo að hún inniheldur tvö aukalög („Battle of one“ og útgáfu af „Hunter“ eftir Björk) og eitt falið lag (Praying for a riot). Einnig voru settir gullmiðar í tólf eintök. Þeir sem fengu þessa miða gátu farið á alla tónleika með bandinu frítt og fengið baksviðspassa. Bandið stefnir á að gefa út sína þriðju plötu vor 2009.

This Is War (2009-)

breyta

2012–2015: Love, Lust, Faith and Dreams

breyta

30 seconds to Mars tók pásu frá tónleikaferðum árið 2012 og eyddu því ári mest megnis í að semja og taka upp fjórðu plötuna þeirra Love, Lust and Dreams. Platan var framleit af Jared Leto, aðalsöngvara hljómsveitarinnar. Leto sagði í viðtali að þeir hefðu tekið nýja stefnu í tónlistinni með þessa plötu og þeir sungu lagið Tis is war á Toronto International Film Festival og unnu the People's Choice Documentary Award.

Tónleikaferðalög

breyta

Í október 2006 fór hljómsveitin í „Welcome to the universe“ tónleikaferðalag sem var styrkt af MTV2. Þeir voru studdir í þessu tónleikaferðlagi ásamt hljómsveitum eins og Head Automatica, The Receiving End of Sirens, Cobra Starship, Rock Kills Kid og nokkrum öðrum hljómsveitum. Tónleikaferðalagið var umhverfisvænn og var t.d. rútan þeirra knúin áfram af grænmetisolíu.

Sumarið 2007 studdi 30 Seconds to Mars hljómsveitina The Used í Taste of Chaos tónleikaferðalagi og nokkra tónleika með Linkin Park. Einnig spiluðu þeir á Roskilde, Rock am Ring, Pinkpop, Give It A Name hátíð og Download.

Verðlaun

breyta

Listi yfir tilnefningar og verðlaun

breyta
Dag­setning Verðlaun Tilnefning Niðurstaða
31. ágúst 2006 MTV Video Music Awards Best MTV 2 Unnu
31. ágúst 2006 MTV Video Music Awards Best Rock Video - The Kill (Bury Me) Tilnefndir
28. október 2006 Fuse Fangoria Chainsaw Awards Prince of Darkness - Jared Leto Unnu
28. október 2006 Fuse Fangoria Chainsaw Awards' Video Inspired By Film - The Kill (Bury Me) Unnu
Desember 2006 Hollywood Life's Break­through of the Year Awards Crossover Artist - Jared Leto Unnu
1. nóvember 2006 MTVu Woodie Awards Best Video Woodie: Live Action - The Kill (Bury Me) Unnu
14. apríl 2007 TRL Awards Italia Best New Artist Unnu
29. apríl 2007 MTV Australia Video Music Awards Video of the Year - The Kill (Bury Me) Unnu
29. apríl 2007 MTV Australia Video Music Awards Best Rock Video - The Kill (Bury Me) Unnu
23. ágúst 2007 Kerrang! Awards Best Inter­national Newcomer Tilnefndir
23. ágúst 2007 Kerrang! Awards Best Single - The Kill (Bury Me) Unnu
7. september 2007 Festivalbar Festivalbar Digital Tilnefndir
13. október 2007 TMF Awards Best Rock Tilnefndir
13. október 2007 TMF Awards Best Video - From Yesterday Tilnefndir
18. október 2007 MTV Video Music Awards Latin America Mejor Artista Rock Inter­nacional Tilnefndir
6. nóvember 2007 MTV Europe Music Awards Rock Out Unnu
6. nóvember 2007 MTV Europe Music Awards Inter Act Tilnefndir
21. desember 2007 Fuse Awards Fuse Best of 2007[1] Unnu
1. febrúar 2008 Bandit Rock Awards Best Inter­national Break­through Unnu
17. maí 2008 TRL Awards Italia Best Band Tilnefndir
17. maí 2008 TRL Awards Italia Best Riempipiazza Tilnefndir
2. ágúst 2008 MTV Asia Awards Video Star - A Beautiful Lie Unnu
21. ágúst 2008 Kerrang! Awards Best Single - From Yesterday[2] Unnu
21. ágúst 2008 Kerrang! Awards Best Inter­national Band[3] Unnu
21. ágúst 2008 Kerrang! Awards Best Video - A Beautiful Lie Tilnefndir
21. ágúst 2008 Kerrang! Awards Headliner Tilnefndir
16. október 2008 MTV Video Music Awards Latin America Mejor Artista Rock Inter­nacional Unnu
16. október 2008 MTV Video Music Awards Latin America Mejor Fan Club - Peru Echelon Tilnefndir
6. nóvember 2008 MTV Europe Music Awards Video Star - A Beautiful Lie Unnu
6. nóvember 2008 MTV Europe Music Awards Rock Out Unnu

Hljóðritaskrá / Útgefin verk

breyta

Hljómplötur

breyta
Útgáfu­dagur Titill Útgáfa Banda­rískir vinsælda­listar Banda­rískar sölur
27. ágúst 2002 30 Seconds to Mars Virgin Records 107 140.000
30. ágúst 2005 A Beautiful Lie Virgin Records 36 1.000.000
8. desember 2009 This Is War Virgin Records
2013 Love, Lust, Faith and Dreams
2018 America
2023 It's the End of the World but It's a Beautiful Day

Smáskífur

breyta
Ár Titill Vinsældalisti US Modern Rock Hljómplötur
2002 Capricorn (A Brand New Name) 31 30 Seconds to Mars
2002 Edge of the Earth 30 Seconds to Mars
2005 Attack 22 A Beautiful Lie
2006 The Kill 3 A Beautiful Lie
2006 From Yesterday 1 A Beautiful Lie
2007 A Beautiful Lie 37 A Beautiful Lie
2009 Kings and Queens 3 This Is War

Hljóðrás

breyta

EchelonThe Core“ (2003)

Meðlimir hljómsveitarinnar

breyta

Fyrrverandi meðlimir 30 Seconds to Mars:

Núverandi meðlimir eru:

References

breyta
  1. „Fuse Best 2007 Winners!“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. janúar 2014. Sótt 21. janúar 2009.
  2. Kerrang! Awards 2008: Best Single Winner“. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. ágúst 2008. Sótt 21. janúar 2009.
  3. Kerrang! Awards 2008: Best International Band Winner“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. febrúar 2009. Sótt 21. janúar 2009.

Tenglar

breyta
   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.