Þroskaþjálfaskóli Íslands

Þroskaþjálfaskóli Íslands var starfræktur frá 1971-1998. Skólanum var ætlað að mennta fólk til starfa að málefnum fatlaðs fólks. Skólinn var lagður niður árið 1998 er hann sameinaðist Kennaraháskóla Íslands og nám til þroskaþjálfa færðist yfir á háskólastig. Frá sameiningu Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands árið 2008 hefur þroskaþjálfafræði verið kennd á Menntavísindasviði HÍ.[1]

Forveri Þroskaþjálfaskólans var Gæslusystraskóli Íslands sem tók til starfa árið 1958.[2] Á þeim tíma og fram til þess að starfsheitið þroskaþjálfi varð til árið 1971 voru þær konur sem störfuðu með fötluðu fólki kallaðar gæslusystur.[1] Gæslusystraskólinn var starfræktur á Kópavogshæli og var Björn Gestsson forstöðumaður þess jafnframt skólastjóri skólans. Árið 1971 var nafni skólans breytt í Þroskaþjálfaskóli Íslands.

Með samþykkt nýrrar reglugerðar árið 1976 varð Þroskaþjálfaskólinn að sjálfstæðri stofnun sem starfaði undir heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu[2] og Bryndís Víglundsdóttir þroskaþjálfi varð skólastjóri Þroskaþjálfaskólans.

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 Kolbrún Þ. Pálsdóttir, „Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa“, Visir.is (skoðað 4. janúar 2021)
  2. 2,0 2,1 Elfa Björk Kristjánsdóttir, „Þróun og menntun í störfum þroskaþjálfa - og staðan í dag“, BA-ritgerð í þroskaþjálfafræði (2017)