Þroskaþjálfaskóli Íslands
Þroskaþjálfaskóli Íslands var starfræktur frá 1971-1998. Skólanum var ætlað að mennta fólk til starfa að málefnum fatlaðs fólks. Skólinn var lagður niður árið 1998 er hann sameinaðist Kennaraháskóla Íslands og nám til þroskaþjálfa færðist yfir á háskólastig. Frá sameiningu Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands árið 2008 hefur þroskaþjálfafræði verið kennd á Menntavísindasviði HÍ.[1]
Forveri Þroskaþjálfaskólans var Gæslusystraskóli Íslands sem tók til starfa árið 1958.[2] Á þeim tíma og fram til þess að starfsheitið þroskaþjálfi varð til árið 1971 voru þær konur sem störfuðu með fötluðu fólki kallaðar gæslusystur.[1] Gæslusystraskólinn var starfræktur á Kópavogshæli og var Björn Gestsson forstöðumaður þess jafnframt skólastjóri skólans. Árið 1971 var nafni skólans breytt í Þroskaþjálfaskóli Íslands.
Með samþykkt nýrrar reglugerðar árið 1976 varð Þroskaþjálfaskólinn að sjálfstæðri stofnun sem starfaði undir heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu[2] og Bryndís Víglundsdóttir þroskaþjálfi varð skólastjóri Þroskaþjálfaskólans.
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Kolbrún Þ. Pálsdóttir, „Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa“, Visir.is (skoðað 4. janúar 2021)
- ↑ 2,0 2,1 Elfa Björk Kristjánsdóttir, „Þróun og menntun í störfum þroskaþjálfa - og staðan í dag“, BA-ritgerð í þroskaþjálfafræði (2017)