Þjalar-Jóns saga

Þjalar-Jóns saga er íslensk riddarasaga, líklega samin á 14. öld. Hún segir frá börnum Svipdags jarls en bróðirinn Jón (Þjalar-Jón) verður viðskila við móður sína og systur eftir að faðir þeirra er myrtur. Jón dulbýr sig og fer til Vilhjálms konungs í Vallandi. Eiríkur sonur hans verður ástfanginn þegar hann sér mynd af systurinni Marsilíu og hjálpar Jóni til að bjarga henni og móður þeirra Jóns.

Gunnlaugur Þórðarson gaf söguna út árið 1857. Önnur útgáfan kom út árið 1907.