Þemakorti hefur gjarnan verið líkt við bók sem fjallar um eitt ákveðið viðfangsefni. Á þeim er reynt að gera viðfangsefninu sem ítarlegust skil. Þessi kort þurfa reyndar að búa yfir ákveðnum grunnupplýsingum sem geta verið breytilegar eftir því hvaða viðfangsefni er til umfjöllunar hverju sinni. Möguleikar á viðfangsefnum þemakorta eru nánast óendanlegir.