Þórunn Þórðardóttir HF 300
Þórunn Þórðardóttir HF 300 er hafrannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar Íslands. Það leysir af hólmi Bjarna Sæmundsson HF 30 sem þjónaði sem hafrannsóknaskip frá 1970.[1]
Skipið var smíðað á Spáni og sjósett í janúar 2024.[2] Það gekkst undir siglinga- og búnaðarprófanir í nóvember 2024.[3]
Skipið er nefnt eftir Þórunni Þórðardóttur, sjávarlíffræðingi, sem var frumkvöðull í rannsóknum á svifþörungum og frumframleiðni í hafinu við Ísland.[4]
Tilvísanir
breyta- ↑ Atli Ísleifsson (24 október 2023). „Arftaki Bjarna Sæmundssonar fær nafnið Þórunn Þórðardóttir“. Vísir.is. Sótt 26 febrúar 2025.
- ↑ „Þórunn Þórðardóttir sjósett í Vigo á Spáni“. www.stjornarradid.is. 12 janúar 2024. Sótt 26 febrúar 2025.
- ↑ Guðjón Guðmundsson (21 nóvember 2024). „Þórunn Þórðardóttir prófuð á Spáni (myndband)“. fiskifrettir.vb.is. Sótt 26 febrúar 2025.
- ↑ „Nýja hafrannsóknaskipið Þórunn Þórðardóttir sjósett 15. desember“. Morgunblaðið. 24 október 2023. Sótt 26 febrúar 2025.