Þórsfjall (enska: Mount Thor eða Thor Peak) er fjall á Baffinslandi sem tilheyrir sjálfstjórnarhéraðinu Núnavút í Kanada. Það er hluti af Baffinfjöllunum á norðanverðri eynni og er í Auyuittuq-þjóðgarðinum.

Þórsfjall.
Þverhnípi á Þórsfjalli.

Fjallið er 1675 m hátt og þar er hæsta þverhnípta standberg heims, 1250 metrar. Þangað er því töluvert sótt af fjallgöngumönnum þótt fjallið sé afskekkt. Það var fyrst klifið árið 1953.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.