Útvarpsleikrit
Útvarpsleikrit er leikrit sem flutt er eingöngu sem hljóð í útvarpi af leikurum. Oft er notast við margskonar hljóð til þess að auka á tilfinningu þess sem hlustar.
Útvarpsleikrit náðu fyrst vinsældum á árunum 1920 til 1930. Leikrit hafa verið flutt í Ríkisútvarpinu frá stofnun, 1930 og hafa þau verið vinsæl síðan þá þó að eitthvað sé minna um þau í dag þar sem sjónvarpið er núna orðin mun meira notaður miðill fyrir samskonar skemmtun.
Útvarpsleikhúsið á Rás 1 á hefur framleitt útvarpsleikrit reglulega frá því Þorsteinn Ö. stephensen var ráðinn leiklistarstjóri 1947 og gerir það enn. Það er eina útvarpsstöðinn á Íslandi sem setur upp og útvarpar útvarpsleikrit með reglulegum hætti. Núverandi leiklistarstjóri er Viðar Eggertsson, en hann tók við starfinu 1. janúar 2008.
Leiklistarstjórar RÚVBreyta
- Þorsteinn Ö. Stephensen
- Klemenz Jónsson
- Óskar Ingimarsson
- Jón Viðar Jónsson
- María Kristjánsdóttir (1992-2000)
- Hallmar Sigurðsson (2000-2008)
- Viðar Eggertsson (2008-)
Listi yfir útvarpsleikritBreyta
Erlend leikritBreyta
- Hitchhikers Guide to the Galaxy eftir Douglas Adams (1979 og 1980) á BBC
- War of the Worlds eftir Orson Welles (1938)
Íslensk leikritBreyta
- Harrý og Heimir "Svakamálaleikrit í ótrúlega mörgum þáttum" eftir Karl Ágúst Úlfsson og Sigurð Sigurjónsson. Þættirnir voru fluttir á Bylgjunni (1993) á milli 10 og 11 á morgnana, endurfluttir á milli 16 og 17 síðdegis og svo voru allir þættir vikurnar endurfluttir á laugardögum.