Útboð er ferli sem hefur það að markmiði að afla tilboða frá ýmsum aðilum fyrir eitthvert verk, birgðir eða þjónustu. Ríkisstjórnin og önnur stjórnvöld bjóða oft ýmis verk út í því skyni að fá sem lægsta verðið fyrir starfið sem á að sinna.

Ákveðnar reglur gilda um útboð, en þau er oftast skipulögð þannig að lýsing á verkinu eða þjónustunni sem óskað er eftir er gefin út í sérstakan tímafrest, og um leið og fresturinn rennur út velur útbjóðandinn hagkvæmasta og hentugasta útboðið. Með útboð skapast samkeppni milli aðilanna sem leggja tilboð sín fram, og þannig er tryggt að fyrir verkið eða þjónustuna sem boðið er út er borgað sanngjarnt verð miðað við markaðsaðstæður.

Útboð má nota við öflun fyrir alls konar verkefni, allt frá þjónustusamningi fyrir þrif og viðhald á húsi, að hönnun og byggingu stórra innviða.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.