Ölduhryggur (Svarfaðardal)

Ölduhryggur er bær í Svarfaðardal austan Svarfaðardalsár, milli bæjanna Sökku og Hánefsstaða, um 5 km frá Dalvík. Jörðin var upphaflega hjáleiga frá Sökku en varð lögbýli á seinni hluta 18. aldar. Búskap lauk í Ölduhrygg 1966 en þá hafði Þorgils Gunnlaugsson keypt jörðina. Hún hvarf því undir Sökku á ný. Nú stendur íbúðarhúsið á Sökku II þar sem gamli Ölduhryggjarbærinn stóð áður.