Ólafur Páll Torfason

íslenskur rappari

Ólafur Páll Torfason, einnig þekktur sem Opee (f. 9. febrúar 1984) er íslenskur lagahöfundur og rappari, uppalinn í Vesturbæ Reykjavíkur.

Árið 2003 gaf hann út sína fyrstu plötu ásamt tónlistarmanninum Eilífi Erni Þrastarsyni, Eternal, en saman mynduðu þeir hljómsveitina O.N.E. Hljómsveitin gaf út plötuna One Day sama árs og var í kjölfarið tilnefnd til hlustendaverðlauna FM 957 og verðlauna Radio X auk þess sem smáskífur af plötunni hlutu góðar viðtökur hlustenda helstu útvarpsstöðva landsins og tónlistarsjónvarpa.[heimild vantar]

Ári síðar hlaut lagið Mess it Up, sem hann gerði ásamt hljómsveitinni Quarashi, Hlustendaverðlaun FM957 fyrir besta lag ársins. Myndband við það var þá einnig valið myndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaunin. Endurflutningur lagsins við endurkomu Quarashi 2011 til að mynda á Bestu Útihátíðinni hlaut góðar viðtökur.[heimild vantar]

Samstarf

breyta

Opee hefur unnið með eftirfarandi hljómsveitum og listamönnum:

Plötur

breyta

Breiðskífur

breyta
  • O.N.E - One day (2003)
  • O.N.E - Home (2009)
  • B.Murray - In dungeon sleeps the party monkey (2009)
  • Ýmsir - Original Melody - Fantastic four (2005)
  • Tvioli Chillout - Introbeats (2009)

Heimildir

breyta

www.opeetheartist.com Geymt 19 apríl 2010 í Wayback Machine