Opna aðalvalmynd

Íslenska þjóðfylkingin

(Endurbeint frá Íslenska Þjóðfylkingin)
Íslenska þjóðfylkingin
Formaður Guðmundur Þorleifsson
Stofnár 2016
Höfuðstöðvar Dalshraun 5, Hafnarfirði.
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Einstaklingsfrelsi • Beint lýðræði • Takmörkuð ríkisafskipti • Gegnsær ríkisrekstur • Náttúruvernd • Haftalaus milliríkjaviðskipti.
Vefsíða x-e.is

Íslenska þjóðfylkingin er íslenskur stjórnmálaflokkur sem stofnaður var árið 2016. Hægri grænir, sem buðu fram til Alþingis árið 2013, sameinuðust flokknum í febrúar 2016. [1]

Flokkurinn vill endurskoða aðild Íslands að EES og ganga úr Schengen samstarfinu. Áhersla er að vernda íslenska þjóðmenningu og fullveldi Íslands. Flokkurinn hafnar fjölmenningu og berst gegn því að moskur verði reistar. [2]

Helgi Helgason var kosinn formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar í lok júní, 2016. Samþykkt var ályktun þar sem nýjum útlendingalögum var mótmælt. [3]

Í apríl 2017 var Guðmundur Þorleifsson kosinn formaður.

Alþingiskosningar 2016Breyta

Íslenska þjóðfylkingin ætlaði sér að bjóða fram í öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum árið 2016 [4] Deilur innan flokksins urðu til þess að flokkurinn hætti við að bjóða fram í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson voru efstu menn á lista þar. Þeir eru sakaðir um að hafa stolið meðmælalistum flokksins í þeim kjördæmum og bíða ákæru formannsins. Ekki náðist að koma saman framboði í Norðaustutkjördæmi. Einnig var hætt við framboð í Suðvesturkjördæmi vegna skorts á meðmælendum. [5] Flokkurinn fékk 0,2% atkvæða í kosningunum.

TenglarBreyta

TilvísanirBreyta