Ætiþistill
Ætiþistill (fræðiheiti: cynara cardunculus) er fjölær matjurt af körfublómaætt. Ætiþistillinn er þykkur og með kjötkennd reifablöð sem nefnd eru þistilhjörtu, en þau eru borðuð sem grænmeti. Ætiþistillinn er skyldur kambabollu og trúlega upprunalega ræktað afbrigði hennar. Plantan er um eða yfir eins metra há og ber stór blóm.
Ætiþistill | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||
Cynara cardunculus L.[1][2] | ||||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||||
Cynara scolymus L.[2] |
Þistilhjörtu eru góð og holl, trefjarík og fitusnauð, aðeins 25 hitaeiningar í meðalþistli og eru ágætur C-vítamín og fólínsýrugjafi, og innihalda nauðsynleg steinefni eins og magnesíum, mangan og króm.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Cynara cardunculus (Cardoon)“. Taxonomy. UniProt. Sótt 12. ágúst 2009.
- ↑ 2,0 2,1 „Cynara cardunculus information from NPGS/GRIN“. www.ars-grin.gov. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. ágúst 2014. Sótt 13. apríl 2008.