Yoon Suk-yeol

13. og núverandi forseti Suður-Kóreu

Yoon Suk-yeol (hangúl: 윤석열; hanja: 尹錫悅; f. 18. desember 1960) er suður-kóreskur stjórnmálamaður og fyrrverandi saksóknari sem er núverandi forseti Suður-Kóreu. Hann vann nauman sigur í forsetakosningum landsins í mars árið 2022. Áður var Yoon ríkissaksóknari Suður-Kóreu frá 2019 til 2021. Sem saksóknari átti Yoon þátt í því að fá fyrrum forsetann Park Geun-hye dæmda seka fyrir valdníðslu.[1]

Yoon Suk-yeol
윤석열
Yoon Suk-yeol árið 2022.
Forseti Suður-Kóreu
Núverandi
Tók við embætti
10. maí 2022
ForsætisráðherraKim Boo-kyum
Han Duck-soo
ForveriMoon Jae-in
Persónulegar upplýsingar
Fæddur18. desember 1960 (1960-12-18) (63 ára)
Seúl, Suður-Kóreu
StjórnmálaflokkurAlþýðuvaldsflokkurinn
MakiKim Kun-hee (g. 2012)
HáskóliÞjóðarháskólinn í Seúl (LLB, LLM)
StarfLögfræðingur, stjórnmálamaður
Undirskrift

Bakgrunnur breyta

Yoon er fæddur og uppalinn í Seúl. Árið 1979 útskrifaðist hann úr Chungam-menntaskólanum í borginni. Hann útskrifaðist með gráðu í lögfræði frá Þjóðarháskólanum í Seúl árið 1979. Hann var síðan í framhaldsnámi við skólann og útskrifaðist með mastersgráðu frá lagadeild hans árið 1988. Yoon hlaut lögmannsréttindi árið 1991.

Starfsferill breyta

Frá 1994 til 2001 vann Yoon við skrifstofu héraðssaksóknaranna í Daegu, Seúl og Busan.

Árið 2008 varð Yoon yfirsaksóknari undirdeildar héraðssaksóknarans í Daejon í Nonsan. Frá 2009 til 2011 vann hann hjá skrifstofu aðalsaksóknara suður-kóreska dómsmálaráðuneytisins.[2]

Árið 2013 varð Yoon leiðtogi á skrifstofu héraðssaksóknara Suwon í Yeoju og hafði þar umsjón yfir sérstakri rannsókn á ólögmætum aðgerðum suður-kóresku leyniþjónustunnar til að hafa áhrif á almenningsálit.[2] Frá 2014 til 2016 vann Yoon hjá embættum aðalsaksóknaranna í Daegu og Daejeon.[2]

Frá árinu 2016 stýrði Yoon sérstakri rannsókn á spillingarhneyksli sem tengdist forsetanum Park Geun-hye. Málið leiddi til þess að Park var ákærð og svipt embætti. Árið 2017 fékk Yoon umsjá með skrifstofu saksóknarans í Seúl.[2]

Árið 2019 varð Yoon ríkissaksóknari Suður-Kóreu. Hann sagði af sér úr því embætti í mars árið 2021.[2]

Forsetaframboð breyta

Yoon var frambjóðandi íhaldssama Alþýðuvaldsflokksins í forsetakosningum Suður-Kóreu árið 2022.[3][4] Hann vann nauman sigur á móti Lee Jae-myung, frambjóðanda Lýðræðisflokksins, þann 9. mars 2022.[5]

Í kosningabaráttunni hafði Yoon höfðað til ungra karlmanna sem telja að ekkert kerfisbundið kynjamisrétti viðgangist í Suður-Kóreu. Meðal annars hafði Yoon lofað að leggja niður ráðuneyti kynjajafnréttis- og fjölskyldumála ef hann næði kjöri. Hann kvaðst jafnframt vilja endurstilla samskiptin við Norður-Kóreu og Kína og auka samstarf við Bandaríkin.[6] Í aðdraganda kosninganna hafði Yoon sagst vilja rannsaka embættisfærslur fráfarandi forsetans Moon Jae-in en í sigurræðu sinni á kosninganótt dró hann nokkuð úr þeim fyrirætlunum og hvatti til einingar meðal landsmanna.[7]

Einkahagir breyta

Yoon kvæntist Kim Keon-hee árið 2012.[2]

Tilvísanir breyta

  1. Shin, Hyonhee (5. nóvember 2021). „S.Korea's ex-top prosecutor to challenge Moon's party in 2022 presidential election“. Reuters (enska). Sótt 13. febrúar 2022.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 주경돈 (10. mars 2022). „Chronology of major events in President-elect Yoon Suk-yeol's biography“. Yonhap News Agency (enska). Sótt 10. mars 2022.
  3. Lee, Haye-ah (5. nóvember 2021). „(LEAD) Ex-Prosecutor General Yoon wins presidential nomination of main opposition People Power Party“. Yonhap News Agency (enska). Sótt 5. nóvember 2021.
  4. Jun-tae, Ko (5. nóvember 2021). „Yoon Seok-youl picked as presidential nominee for People Power Party“. The Korea Herald (enska). Sótt 5. nóvember 2021.
  5. Breaking | South Korea election: Yoon Suk-yeol wins mandate to tackle inequality, US-China relations and Kim Jong-un’s nuclear ambitions
  6. Atli Ísleifsson (10. mars 2022). „Í­halds­maður kjörinn nýr for­seti Suður-Kóreu“. Vísir. Sótt 12. mars 2022.
  7. Markús Þ. Þórhallsson (10. mars 2022). „Nýr forseti kjörinn í Suður-Kóreu“. RÚV. Sótt 12. mars 2022.


Fyrirrennari:
Moon Jae-in
Forseti Suður-Kóreu
(10. maí 2022 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti