Woodstock var tónlistarhátíð sem haldin var í Bethel í New York-fylki dagana 15.18. ágúst árið 1969. Hátíðin hefur oft verið kölluð „Hátíð tónlistar og friðar“ og er hún talin einn merkasti viðburður tónlistarsögunnar.[heimild vantar] Hátíðin var kynnt á þennan hátt: „Woodstock Music Festival; An Aquarian Exposition: Three Days of Peace and Music“. Ekki leikur vafi á öðru en að slagorðið hafi haft áhrif því að á hátíðina mættu um hálf milljón manns. Allt þetta fólk var mætt á 600 ekru bóndabýli í þeim tilgangi að vera í tengingu við náttúruna, hlusta á tónlist og njóta friðarins.[1] Á þessum tímum var hugtakið friður mjög áberandi í samfélaginu og fólk lagði mikið upp úr því að halda hann. Atburðir eins og Víetnamstríðið spiluðu þar virkan þátt en hátíðin hefur með tíð og tíma orðið eins konar táknmynd fyrir hippatímabilið. Skipuleggjendur hátíðarinnar voru fjórir ungir menn John Roberts, Joel Rosenman, Artie Kornfeld og Mike Lang, sá yngsti var þá 27 ára gamall.

Auglýsingaplakat hátíðarinnar

32 tónlistarmenn komu fram á hátíðinni og spiluðu þeir á sviði undir berum himni þar sem skiptust á skin og skúrir.[2] Þar á meðal voru þekktir tónlistarmenn, til dæmis Janis Joplin, Jimi Hendrix, hljómsveitin the Who, Canned Heat og San Francisco hljómsveitin Jefferson Airplane.

Kveikjan að hátíðinni breyta

Artie Kornfeld og Mike Lang höfðu mikinn áhuga á því að setja á laggirnar hljóðver í Woodstock. Staðsetningin hentaði sér vel vegna þess að á þessum slóðum voru þegar ýmsir tónlistarmenn búsettir, þar á meðal Bob Dylan. Fjárfestarnir ungu Joel Rosenman og John Roberts hittu Lang og Kornfeld og hugmyndir þeirra urðu að því að þeir ákvaðu að halda þriggja daga tónlistarhátíð fyrir 50.000 manns. Með því vonuðu þeir að ágóði hátíðarinnar yrði nægur til þess að stofna hljóðverið.[3]

Undirbúningur breyta

Mennirnir fjórir hófu fljótlega skipulaggningu hátíðarinnar, það þurfti að velja staðsetningu, ráða tónlistarmenn, öryggisgæslu og fleira.[4] Í fyrstu höfðu skipuleggjendur hátíðarinnar ákveðið að halda hátíðina í Wallkill í Woodstock. Það gekk þó ekki eftir vegna harðra mótmæla heimamanna. Það var því ákveðið að færa hátíðina á bóndabýli þar sem bóndi nokkur, Howard Mills, var tilbúin til þess að leigja landareign sína á 10.000 bandaríkjadali. Mills gugnaði þó þegar á hólminn var komið og enn þurftið að hefja leit af nýjum stað.[5]

Hinn ungi Elliot Tiber var sonur móteleigenda í White Lake í New York-fylki. Hann var vanur að fara á sumrin til foreldra sinna og hjálpa þeim að reka mótelið sem var mjög lítilfjörlegt. Það var svo um miðjan júlí árið 1969 sem Tiber sá grein í bæjarblaði White Lake að Wallkill hefði hætt við hátíðarhöldin. Tiber hafði þá samband við skipuleggjendur hátíðarinnar sem voru enn að leita að réttri staðsetningu og sagði þeim að hann vissi um stað. Skipuleggjendurnir heimsóttu Tiber og ákveðið var að halda hátíðina á bóndabýli Max Yasgurs, frænda Tiber, í White Lake. Ástæðan fyrir því að Tiber benti skipuleggjendum á Yasgur var vegna þess að það myndi auka mótelviðskiðskipti foreldra hans. Það var þá ákveðið, það var hafði verið fundin staður fyrir hátíðna og Yasgur leigði landareign sína á 50.000 bandaríkjadollara.[6]

Dagarnir fyrir hátíðina breyta

Þann 13. ágúst, tveimur dögum fyrir hátíðina, höfðu þegar 50.000 manns tjaldað ekki langt frá sviðinu. Fólk æddi inn á svæðið þar sem átti eftir að setja upp girðingar og hlið til þess að afmarka svæðið. Fjórmeningarnir höfðu litla stjórn á aðstæðum og sífellt fleira fólk streymdi að svo að á endanum misstu þeir stjórn á fjöldanum. Það fór því þannig að þeir neyddust til þess að hafa fría aðgöngu að hátíðinni.[7]

Þessi ákvörðun um að hafa frían aðgang að hátíðinni hafði tvær leiðinlega afleiðingar í för með sér. Fyrri afleiðingin er sú að þeir Rosenman, Roberts, Lang og Kornfeld töpuðu þeirri fjárhæð sem þeir höfðu lagt í hátíðina og hagnaðurinn var enginn. Önnur afleiðingin var sú að sú fregn um að aðgangsverð væri ekkert breiddist hratt og örugglega út. Það hafði það í för með sér að um milljón manns reyndu að koma sér á hátíðina en lögreglunni tókst þó að vísa frá um þúsundum bíla sem voru á leið sinni til hátíðarhaldanna. Öll þessi mannmergð hafði það svo í för með sér að flest allir sem fram komu, hljómsveitir og aðrir tónlistarmenn, þurftu að ferðast með þyrlu til þess að komast leiðar sinnar.[8]

Hátíðin breyta

Þrátt fyrir ýmis vandamál sem höfðu komið upp rétt fyrir hátíðina tókst næstum því að hefja hátíðarhöldin á réttum tíma. Föstudagskvöldið 15. ágúst steig gítarleikarinn og söngvarinn Richie Havens á svið og hóf tónlistarhátíðina formlega. Hátíðin var hafin og margir tónlistarmenn áttu eftir að koma fram.[9] Fjöldinn allur af tónlistarmönnum tróðu upp á föstudagskvöldinu, það voru til dæmis Joan Baez og Ravi Shankar indverskur sitarspilari. Tónlistin hljómaði alla nóttina í takt við rigninguna sem var viðloðandi alla hátíðina.[10]

Tónleikar hófust strax eftir hádegi á laugardeginum og stóðu þeir yfir alla nóttina. Þeir sem fram komu voru ekki af lakari endanum. Þrettán tónlistarmenn og hljómsveitir komu þá fram og mörg lög voru flutt. Dæmi um þá sem komu fram voru Janis Joplin, Creedence Clearwater Revivial og The Who en The Who tóku alls tuttugu og fimm lög á sínum tónleikum. Það er því ekki að undra að það hafi verið spilað og sungið alla nóttina líka.[11]

Joe Cocker var fyrstur á svið á sunnudeginum og hóf hann sína tónleika um miðjan dag. Á meðan tónleikunum stóð hékk yfir svart ský og þegar hann hafði lokið tónleikum sínum skall á dembandi rigning.[12]

Vegna óhemju mikillar rigningar þurfti að fresta tónleikahaldi í nokkrar klukkustundir. Á meðan runnu hátíðargestir til í leðju og drullu og allt varð gegnsósa. Þar sem áður var gras var nú leðja og útgangurinn á hátíðargestum eftir því. Einn hátíðargestanna, Barry Levine ljósmyndari, ákvað þá að brjóta ísinn og synda nakinn í vatni sem var á landareigninni. Fólk fylgdi á eftir og fljótlega var vatnið orðið fullt af nöktu eða hálfnöktu fólki. Þegar regnstorminn lægði hófust tónleikar að nýju og The Country Joe and The Fish héldu þá sína tónleika.[13]

Á sunnudeginum var fólk farið að týnast í burtu af svæðinu og um 150.000 manns fóru frá White Lake á sunnudagskvöldinu.[14] Þá átti einn af þekktustu tónlistarmönnunum eftir að spila en það var Jimmy Hendrix. Hendrix hóf sína tónleika og jafnframt síðustu tónleika hátíðarinnar, ásamt bandinu sínu Gypsy Sons and Rainbows á sunnudagskvöldinu. Þeir spiluðu alla nóttina og fram á morgun. Bassaleikari hljómsveitarinnar, Billi Cox, lýsir gigginu þeirra sem mjög góðu, það góða við það var friðurinn, ástin og samhljómurinn og það að allir væru samankomnir í friði. Þegar Hendrix og félagar höfðu lokið sínum tónleikum var hátíðin á enda og aðeins um 40.000 manns eftir.[15]

Eiturlyf breyta

Það var mikið um eiturlyf á hátíðinni. Það voru t.d sérstök tjöld fyrir þá sem voru að klára „trippin“ sín og fyrir þá sem höfðu tekið of stóra skammta og þurftu að róa sig. Það var mjög mikið af LSD á hátíðinni og mikið um að ungt fólk væri að nota eiturlyf í fyrsta skipti. Talað er um að um fjögurhundruð manns hafi þurft að meðhöndla vegna of stórs skammts. Einnig var mikið um það að fólk væri að slasa sig af völdum eiturlyfja. Fólk var undir svo miklum áhrifum að það kom sér auðveldlega í lífshættu til dæmis stökk einn maður út í vatn sem var grynnra en hannn gerði sér grein fyrir svo að hann höfuðkúpubrotnaði.

Það var mikilvægt að það væri læknir á svæðinu því að ekki var fólk einungis að taka inn of stóra skammta heldur slasaðist fólk, það urðu fjögur fósturlát, fólk gleymdi lyfjunum sínum og börn fæddust hvað þá annað. Aðeins tveir létu lífið á hátíðinni. Annar lést vegna of stórs skammts og hinn lést þegar hann svaf í svefnpokanum sínum og dráttarvél keyrði yfir hann.[16]

Eftirmálar breyta

Eftir hátíðarhöldin þegar allir hátíðargestir höfðu yfirgefið svæðið blasti við heil blaut landareign á kafi í rusli. Fólk hafði skilið eftir tjöld og svefnpoka sem voru útötuð í leðju og drullu.[17] Skipuleggjendur hátíðarinnar fjórir voru ringlaðir eftir hátíðina. Þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir því að einn stærsti tónlistaratburður sögunnar hafði skeð og þeir voru valdar þess. Einnig þurftu þeir að koma sér á bak aftur eftir að hafa tapað yfir milljón bandaríkjadala og einnig áttu þeir eftir að vinna úr þeim sjötíu lagamálum sem þeir höfði verið kærðir fyrir. Það var þó til happs að kvikmyndin sem var gerð eftir hátíðina varð mjög vinsæl og náði að borga stóran hluta af tapinu. Þrátt fyrir það vantaði ennþá 100.000 bandaríkjadali í núllið.[18]

Max Yasgur kom ekki sérstaklega vel út úr hátíðinni. Landareign hans var einn stór leðjupollur og nágrannar hans höfðu kært hann fyrir eyðileggingu. Tveimur árum eftir hátíðina seldi Yasgur bóndabýlið og ári seinna lést hann vegna hjartaáfalls.[19]

Tónlistarmenn sem komu fram og röð þeirra breyta

Föstudagur 15. ágúst breyta

Dagskráin hófst 17:07 þegar Richie Havens steig á svið.

Laugardagur 16. ágúst breyta

Dagskráin hófst 12:15.

  • Quill, spiluðu fjögur lög og tók það 40 mínútur
    1. They Live the Life
    2. BBY
    3. Waitin' For You
    4. Jam
  • Keef Hartley Band
    1. Spanish Fly
    2. Believe In You
    3. Rock Me Baby
    4. Medley
    5. Leavin' Trunk
    6. Sinnin' For You
  • Country Joe McDonald
    1. I Find Myself Missing You
    2. Rockin All Around The World
    3. Flyin' High All Over the World
    4. Seen A Rocket Flyin'
    5. The „Fish“ Cheer/I-Feel-Like-I'm-Fixin'-To-Die Rag
  • John Sebastian
    1. How Have You Been
    2. Rainbows Over Your Blues
    3. I Had A Dream
    4. Darlin' Be Home Soon
    5. Younger Generation
  • Santana
    1. Waiting
    2. You Just Don't Care
    3. Savor
    4. Jingo
    5. Persuasion
    6. Soul Sacrifice
    7. Fried Neckbones
  • Canned Heat
    1. A Change Is Gonna Come/Leaving This Town
    2. Going Up The Country
    3. Let's Work Together
    4. Woodstock Boogie
  • Mountain, léku í klukkustund ásamt lagi Jack Bruce, „Theme For An Imaginary Western“
    1. Blood of the Sun
    2. Stormy Monday
    3. Long Red
    4. Who Am I But You And The Sun
    5. Beside The Sea
    6. For Yasgur's Farm
    7. You and Me
    8. Theme For An Imaginary Western
    9. Waiting To Take You Away
    10. Dreams of Milk and Honey
    11. Blind Man
    12. Blue Suede Shoes
    13. Southbound Train
  • Janis Joplin með The Kozmic Blues Band [20]
    1. Raise Your Hand
    2. As Good As You've Been To This World
    3. To Love Somebody
    4. Summertime
    5. Try (Just A Little Bit Harder)
    6. Kosmic Blues
    7. Can't Turn you Loose
    8. Work Me Lord
    9. Piece of My Heart
    10. Ball & Chain
  • Grateful Dead
    1. St. Stephen
    2. Mama Tried
    3. Dark Star/High Time
    4. Turn On Your Love Light
Grateful Dead komu fram en tæknilegir örðugleikar sóttu á hljómsveitina. Var þetta meðal annars vegna lélegrar jarðtengingar. Jerry Garcia og Bob Weir sögðust hafa fengið raflost þegar þeir snertu gítarana sína.[heimild vantar]

Sunnudagur 17. fram á mánudag 18. ágúst breyta

Joe Cocker var fyrsti bókaði tónlistarmaðurinn á síðasta degi hátíðarinnar (sunnudegi), hann hóf flutning klukkan 14.

Tilvísanir breyta

  1. Woodstock.
  2. 20th century history.
  3. 20th century history.
  4. Woodstock.
  5. Mike Evans og Paul Kingsbury: 40.
  6. Mike Evans og Paul Kingsbury: 44.
  7. 20th century history.
  8. 20th century history.
  9. 20th century history.
  10. Mike Evans og Paul Kingsbury:164.
  11. Mike Evans og Paul Kingsbury:164.
  12. Mike Evans og Paul Kingsbury:183 og 186.
  13. Mike Evans og Paul Kingsbury:183 og 186.
  14. 20th century history.
  15. Mike Evans og Paul Kingsbury:217.
  16. Mike Evans og Paul Kingsbury:206,207 og 225.
  17. Mike Evans og Paul Kingsbury:220.
  18. 20th century history.
  19. Woodstock story.
  20. „Janis Joplin“. Encyclopedia Britannica.

Heimildir breyta