Windows 7 (áður þekkt með dulnefninu „Blackcomb“ og seinna „Vienna“) stýrikerfi, sem er ekki lengur stutt, er útgáfa af Windows, sem tók við af Windows Vista. Windows 7 kom út 22. október 2009 og fékkst annað hvort sem 32-bita (x86) eða 64-bita (x64).

thump
thump

Windows 7 var ein vinsæĺasta útgáfan af Windows, en er árið 2018 sú elsta sem enn er studd (en fæst ekki lengur keypt) fyrir almenna notendur. Á heimsvísu tók Windows 10 framúr Windows 7, og skv. StatCounter var Ísland fyrsta landið til að gera það. Árið 2019 var Windows 7 enn vinsælast í sumum löndum, en ekki lengur, og aðrar útgáfur en Windows 7 og Windows 10 eru hverfandi lítið notaðar, alla vega ekki á Íslandi.

Útgáfur breyta

Windows 7 var gefið út í sex mismunandi útgáfum. Þær eru Home Premium, Enterprise, Ultimate, Professional, Starter og Home Basic. Einnig komu út undirútgáfurnar N og KN, þar sem Windows forritum á borð við Media Player, Windows Media Center og Windows DVD maker var sleppt.

Þjónustupakkar breyta

Þjónustupakki 1 (service pack 1 á ensku) var gefinn út 9. febrúar 2011. Þjónustupakkinn er öryggisuppfærsla sem einnig bætir möguleika og þjónustur í stýrikerfinu, eins og hljóð gegnum HDMI-tengi og prentun með XPS Viewer.

Breytingar og áfangar breyta

Windows 7 hefur náð áfanga 1 (M1). Áfangi 1 var með útgáfunúmer af 6.1.6519.1. og var sendur til lykil félaga, í bæði 32-bit (x86) og 64-bit (x64), í janúar 2008. Samkvæmt upplýsingum sem voru sendar til TG Daily hefur áfangi 1 bætt við stuðningi við mörg skjákort sem vinna saman og nýja útgáfu af Windows Media Center.

Tengt efni breyta

   Þessi Microsoftgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.