Andreas William Heinesen (15. janúar 190012. mars 1991) var frægasti rithöfundur færeyinga. Hann var einnig skáld, tónskáld og listmálari. William Heinesen skrifaði á dönsku. Þegar sá orðrómur spratt upp að hann ætti að hljóta Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, þá afþakkaði hann þau með þessum orðum:

William Heinesen var heiðraður með útgáfu á frímerki 1988.
Marbendill plokkar agn af öngli. Mynd eftir William Heinesen.
Freisting heilags Antoníusar. Mynd eftir William Heinesen.
Færeyska var í eina tíð í litlum metum - þeirri tungu var rétt að segja haldið niðri. Þrátt fyrir þetta hefur færeyskan getið af sér merkilegar bókmenntir, og það væri rétt að veita Nóbelsverðlaunin höfundi sem skrifað hefur á færeysku. Ef mér væru veitt verðlaunin, þá myndi dönskum rithöfundi hlotnast þau, og færeyskum bókmenntatilraunum væri veitt þungt kjaftshögg.

Bækur eftir Heinesen á íslensku breyta

  • Nóatún - Aðalsteinn Sigmundsson þýddi; útg. 1947
  • Slagur vindhörpunnar (De fortabte spillemænd) - Guðfinna Þorsteinsdóttir þýddi; útg. 1956. [Þessa bók þýddi einnig Þorgeir Þorgeirson árið 1984 en skáldsagan nefndist þá Glataðir snillingar]
  • Í töfrabirtu (Det fortryllede lys) - Hannes Sigfússon þýddi; útg. 1959.
  • Vonin blíð (Det gode håb) - Elías Mar þýddi; 1. útg. 1970
  • Móðir sjöstjarna (Moder syvstjerne) - Úlfur Hjörvar Þýddi; 1. útg. 1974
  • Ljósfréttaskífan - ljóðaþýðingar, Þorgeir Þorgeirson; útg. 1975
  • Turninn á heimsenda: ljóðræn skáldsaga í minningabrotum úr barnæsku (Tårnet ved verdens ende) - Þorgeir Þorgeirsson þýddi; útg 1977.
  • Fjandinn hleypur í Gamalíel (Gamaliels besættelse) - Þorgeir Þorgeirson þýddi; útg. 1978.
  • Í morgunkulinu; samtímasaga úr Færeyjum (Blæsende gry) - Þorgeir Þorgeirson þýddi; útg. 1979.
  • Það á að dansa: nýjar sögur frá Þórshöfn (Her skal danses) - Þorgeir Þorgeirson þýddi; útg. 1980.
  • Kvennagullið í grútarbræðslunni (Don Juan fra tranhuset) - Þorgeir Þorgeirson þýddi; útg. 1981.
  • Í svörtukötlum (Den sorte gryde) - Þorgeir Þorgeirson þýddi útg. 1982.
  • Ráð við illum öndum (Kur mod onde ånder) - Þorgeir Þorgeirson þýddi ; Útg. 1983.
  • Glataðir snillingar (De fortabte spillemænd) - Þorgeir Þorgeirson þýddi; 1. útg. 1984
  • Atlanta - Þorgeir Þorgeirsson þýddi; útg. 1985
  • Töfralampinn - nýjar minningasögur (Laterna magica) -/ Þorgeir Þorgeirson þýddi; útg., 1987.
  • Vængjað myrkur (Det vingede mørke) - Hannes Sigfússon þýddi; útg. 2000

Tengt efni breyta

Þorgeir Þorgeirson

Tenglar breyta

   Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.