Whale Wars eða Hvalastríð á íslensku eru Amerískir raunveruleikaþættir sem sýndir eru vikulega á Animal Planet. Fyrsti þátturinn fór í loftið 7. nóvember 2008. Kvikmyndatökumenn fylgja Paul Watson , stofnanda Sea Shepherd Conservation Society og áhöfn Steve Irwin, Ady Gil og Bob Barker og eftir þar sem að þau reyna að hindra Japani frá því að slátra hvölum í Suður-íshafi fyrir utan strendur Antartíku. Fyrsti þáttur í þriðju seríu fór í loftið 4 júní, 2010. Sumarið 2011 fóru samtökin til Færeyja þar sem tilgangurinn var að stöðva grindhvaladráp.

Whale Wars
Whale Wars opnunarmynd
Einnig þekkt semHvalastríð
TegundRaunveruleikasjónvarp
ÞróunCharlie Foley
KynnirAnimal Planet
LeikararPaul Watson
Peter Hammarstedt
Höfundur stefsBilly Corgan
UpphafsstefBullet with Butterfly Wings - The Smashing Pumpkins
UpprunalandFáni Bandaríkjana Bandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða2
Fjöldi þátta18
Framleiðsla
AðalframleiðandiRIVR Media
Lizard Trading Company
StaðsetningSuður-Íshaf
Lengd þáttar43 mín.
Útsending
Sýnt7.nóvember 2008 - –
Tenglar
Vefsíða

Saga þáttanna breyta

Árið 2007 taldi Paul Watson Discovery channel á að gera þátt um baráttu Sea Shepherd við japanska hvalveiðimenn fyrir utan strendur Antartíku. Sea Shepherd vilja meina að hvalveiðar Japana á hvalafriðlandinu í Suður-Íshafi séu ólöglegar en Japanir skýla sér á bakvið það að þetta séu rannskóknaveiðar. Sea Shepherd hafa verið gagngrýndir fyrir aðgerðir sýnar, t.d. að flækja köðlum í skrúfur á hvalveiðiskipunum, henda smjörsýrukrukkum á þilför, fara um borð og fleri leiðir til að hindra að Japanirnir slátri hvölunum. Sea Shepherd hafa bent á að sýran sé meinlaus og gefi einungi vonda lykt frá sér sem gerir þilfarið óvinnuhæft í nokkra daga. Þeir hafa líka bent á það að hráki og tómatsósa séu með hærra sýrustig en smjörsýran og þessvegna sé hún vitameinlaus.