Wernicke-Korsakoff heilkenni

Wernicke-Korsakoff heilkenni er einnig þekkt sem áfengistengd heilabilun (e. alcohol-related dementia) og er sérstaklega algengt meðal áfengissjúklinga. Weknicke-Korsakoff heilkenni stafa af B1-vítamínsskorti og er því fylgifiskur vannæringar. Einkenni Wernicke-Korsakoff heilkennis er framvirkt minnisleysi, það er að sjúklingurinn á erfitt með eða er jafnvel ómögulegt að færa nýjar upplýsingar úr skammtímaminni í langtímaminni. Wernicke-Korsakoff heilkenni felur einnig í sér lélega stjórn á vöðvum.

Ef einstaklingur greinist snemma með sjúkdóminn er mögulegt að meðhöndla sum vægari einkenni hans. Viðkomandi þarf þá að hætta að drekka og honum er gefið B1-vítamín. Erfitt getur verið að meðhöndla önnur einkenni líkt og minnisleysi. Ef einstaklingurinn hefur þjáðst lengi af sjúkdóminum getur verið ómögulegt að meðhöndla einkenni hans.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.