Wallace & Gromit eru breskar persónur sem skapaðar voru af Nick Park og hafa birst í þremur stuttmyndum og einni mynd í fullri lengd eftir hann, mótaðir í leir. Fyrirtækið sem framleiðir myndirnar heitir Aardman Animations. Þann 10. október 2005 brann myndver Aardman og allt sem þar var, þar á meðal öll módel af persónunum. Myndirnar sjálfar eru þó geymdar annars staðar og hafa því ekkert skemst.

Persónur breyta

Wallace breyta

Wallace er handlaginn uppfinningamaður á einhverjum óræðum miðjum aldri. Hann er sköllóttur og klæðist oftast, í það minnsta heima fyrir, brúnum buxum, hvítri skyrtu, rauðu bindi, grænu prjónavesti og svörtum skóm. Hann virðist ekki ná að vinna fyrir sér með uppfinningunum og því taka hann og Gromit að sér ýmis störf önnur, svo sem gluggaþvott í einni mynd þeirra. Hann er mikill aðdáandi osts og hefur sérstakt dálæti á Wensleydale-osti. Þrátt fyrir að vera afar handlaginn má segja að hann stígi ekki alltaf í vitið og á til að vera mjög utan við sig, en þá bjargar Gromit þeim félögunum oftast. Peter Sallis útvegar rödd Wallace.

Gromit breyta

Gromit er einkar mannlegur hundur Wallace. Hann getur ekki talað, enda hefur hann engan munn, en það kemur einstaka sinnum fyrir að hann láti frá sér lítið gelt. Þrátt fyrir þetta getur hann vel tjáð sig með því að sýna ýmsa svipi. Hann er ljósbrúnn fyrir utan eyrun, sem eru dökkbrún. Hann er, líkt eigenda sínum, mjög handlaginn og á auðvelt með að setja saman alls konar raftæki, þó hann hafi ekki gert uppfinningarnar að starfi líkt og Wallace. Hann les mikið, oft miklar og djúpar bækur og virðist að mörgu leyti gáfaðari en eigandinn.

Geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur nefnt eitt vélmenna sinna, ætlað til könnunar á Mars eftir Gromit. [1] Geymt 16 febrúar 2007 í Wayback Machine

Myndir breyta

Wallace & Gromit hafa komið fyrir í þremur hálftíma löngum myndum og einni í fullri lengd. Þær eru eftirfarandi:

Einnig er á plani að gera aðra kvikmynd í fullri lengd um Wallace & Gromit.

Einnig komu þeir fyrir í 10 tveggja og hálfrar mínútu löngum myndum sem upphaflega voru gefnar út á internetinu, en hafa einnig komið út á DVD og verið sýndar í sjónvarpi af BBC. Þær nefnast Cracking Contraptions og eru:

  • The Soccamatic
  • The Tellyscope
  • The Autochef
  • The Snoozatron
  • The Turbo Diner
  • The Bully-Proof Vest
  • The 525 Crackervac
  • A Christmas Cardomatic
  • The Snowmanotron
  • Shopper 13

Annað breyta

Um félagana hafa verið gerðir tveir tölvuleikir:Wallace and Gromit in Project Zoo sem tengist myndinni The Wrong Trousers og kom út árið 2003 og leikur byggður á myndinni þeirra í fullri lengd og með sama nafni, Wallace & Gromit: The Curse of the Were-Rabbit. Þar að auki hafa verið gefnar út nokkrar teiknimyndabækur með nýjum sögum um þá. Einnig er til mikið af varningi svo sem styttum og dagbókum og þvílíku sem merkt er persónunum.

Tenglar breyta