Vopnfirðinga saga (Vápnfirðinga saga í forníslensku) er Íslendingasaga. Þar segir frá miklum deilum mága og frænda í Vopnafirði á söguöld.

Í upphafi sögunnar er Brodd-Helgi Þorgilsson kynntur til sögunnar og sagt frá því að Þorsteinn afi hans, sem frá segir í Þorsteins sögu hvíta, ól hann upp eftir að Þorgils faðir hans var veginn. Móðir Helga var Áslaug (Ólöf) Þórisdóttir Graut-Atlasonar. Þorsteinn keypti land í Vopnafirði af Steinbirni Refssyni landnámsmanni og bjó á Hofi. Samkvæmt sögunni hlaut Helgi viðurnefni sitt af því að þegar hann var ungur að árum kom hann þar að sem naut heimilisins stangaðist á við aðkomunaut og veitti verr. Tók Helgi þá mannbrodd og batt á enni heimanautsins, sem veitti betur eftir það, en af þessum broddi fékk hann nafnið.

Vinur Helga var Geitir Lýtingsson frá Krossavík ytri. Bróðir hans hét Blængur og systir þeirra var Halla, sem varð kona Helga. Greinir sagan svo frá deilum sem upp komu milli þeirra Helga og Geitis og stigmögnuðust uns báðir lágu í valnum, en í sögulok sættast synir þeirra, Þorkell Geitisson og Víga-Bjarni Brodd-Helgason. Annar sonur Helga, Sörli, kemur við Ljósvetninga sögu og varð tengdasonur Guðmundar ríka á Möðruvöllum í Eyjafirði.

Heimildir breyta

  • „Vopnfirðinga saga. Hjá snerpa.is“.
  • „Þorsteins saga hvíta. Hjá snerpa.is“.


Íslendingasögurnar

Bandamanna saga · Bárðar saga Snæfellsáss · Bjarnar saga Hítdælakappa · Brennu-Njáls saga · Droplaugarsona saga · Egils saga · Eiríks saga rauða · Eyrbyggja saga · Finnboga saga ramma · Fljótsdæla saga · Flóamanna saga · Fóstbræðra saga · Færeyinga saga · Grettis saga · Gísla saga Súrssonar · Grænlendinga saga · Grænlendinga þáttur · Gull-Þóris saga · Gunnars saga Keldugnúpsfífls · Gunnlaugs saga ormstungu · Hallfreðar saga vandræðaskálds · Harðar saga og Hólmverja · Hávarðar saga Ísfirðings · Heiðarvíga saga · Hrafnkels saga Freysgoða · Hrana saga hrings · Hænsna-Þóris saga · Kjalnesinga saga · Kormáks saga · Króka-Refs saga · Laxdæla saga · Ljósvetninga saga · Reykdæla saga og Víga-Skútu · Svarfdæla saga · Valla-Ljóts saga · Vatnsdæla saga · Víga-Glúms saga · Víglundar saga · Vopnfirðinga saga · Þorsteins saga hvíta · Þorsteins saga Síðu-Hallssonar · Þórðar saga hreðu

   Þessi bókmenntagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.