Vogvængjur (fræðiheiti: Odonata) er ættbálkur skordýra sem deilast í tvo undirættbálka, drekaflugur (Anisoptera) og meyjarflugur (Zygoptera), einnig nefndar glermeyjar.

Vogvængjur
Orthetrum cancellatum af undirættbálki drekafluga.
Orthetrum cancellatum af undirættbálki drekafluga.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Vogvængjur (Odonata)
Fabricius, 1793
Undirættbálkar

Þær eru mjög stór skordýr, sem einkennast af stórum augum og að hafa tvö pör af löngum glærum vængjum með þéttriðnu æðaneti. Í hvíld halda drekaflugur vængjunum láréttum út frá bolnum en glermeyjar leggja þá saman lárétt aftur bolinn. Annar munur á drekaflugum og glermeyjum er sá að á drekaflugum er munur á fram- og afturvængjum en þeir eru nánast eins á glermeyjum.

Vogvængjur eru ásamt dægurflugum annar tveggja eftirlifandi ættbálka í Palaeoptera innflokknum.

Galleri breyta

Heimildir breyta

  • Vogvængjur Geymt 17 febrúar 2013 í Wayback Machine Náttúrufræðistofnun Íslands (skoðað 27.11.2112)
  • „Hvað getið þið sagt mér um drekaflugur?“. Vísindavefurinn. (Skoðað 27.11.2012).