Vinna er sérhver iðja sem fólk tekur sér fyrir hendur til að afla sjálfu sér eða öðrum lífsviðurværis. Í hagfræðilegum skiliningi er vinna hvers kyns athæfi sem skapar vörur og þjónustu í hagkerfinu.

Járnsmiður að störfum.

Vinna er undirstaða mannlegra samfélaga, en getur verið mjög mismunandi, allt frá veiðum og söfnun þar sem náttúruauðlindir eru hagnýttar með höndunum og einföldum verkfærum, að sérhæfðum störfum í hátæknivæddum samfélögum. Ólíkar tegundir vinnu kalla á ólíka hæfni, tæki og hráefni og mörg flóknari verk kalla á verkaskiptingu og sérhæfingu. Viðhorf til vinnu og stofnanalegt umhverfi vinnu er mjög ólík eftir samfélögum. Í mörgum menningarsamfélögum fela tiltekin störf í sér ákveðna félagslega stöðu sem getur tengst valdi, stéttaskiptingu, hefðum og réttindum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.