Vinir

bandarískir sjónvarpsþættir (1994–2004)

Friends (eða Vinir á íslensku) er bandarískur grínþáttur sem er framleiddur af David Crane og Mörtu Kauffman, sem var frumsýndur á stöðinni NBC 22. september 1994. Þættirnir snerust um líf vinahóps á Manhattan í New York. Þættirnir voru framleiddir af Bright/Kauffman/Crane fyrirtækinu í samstarfi við Warner Bros.

Vinir
TegundGamanþáttur
Búið til af
Leikarar
Höfundur stefs
  • Michael Skloff
  • Allee Willis
Upphafsstef„I'll Be There for You“
eftir the Rembrandts
UpprunalandBandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða10
Fjöldi þátta236 (þáttalisti)
Framleiðsla
Aðalframleiðandi
StaðsetningWarner Bros. Studios, Burbank, Kalifornía
Lengd þáttar20–22 mínútur
Framleiðsla
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðNBC
Sýnt22. september 1994 (1994-09-22)6. maí 2004 (2004-05-06)
Tímatal
Tengdir þættir
Upphaf þáttanna

Crane og Kauffman byrjuðu að þróa Friends undir titlinum Insomnia Cafe í nóvember 1993. Þau báru hugmyndina undir Bright, sem þau höfðu einu sinni unnið með, og saman gerðu þau sjö blaðsíðna uppkast handa NBC. Eftir nokkrar endurritanir og ýmsar breytingar var þátturinn loksins nefndur Friends og var frumsýndur á NBC á fimmtudegi kl. 8:30.[1] Upptaka þáttanna fór fram í Warner Bros myndverinu í Burbank með áhorfendum í sal. Eftir tíu seríur á stöðinni var lokaþátturinn vel auglýstur á NBC og mikið umstang gert í kringum hann. Hann fór í loftið 6. maí 2004 og voru bandarísku áhorfendurnir 52,5 milljónir, sem varð til þess að þátturinn varð fjórði vinsælasti lokaþátturinn í sögu sjónvarps.[2][3]

Friends fékk misgóða gagnrýni þegar hann var sýndur en hann varð einn af vinsælustu þáttaröðum síns tíma. Á meðan hann var í gangi vann hann mikið af verðlaunum og var tilnefndur til 63 Emmy-verðlauna.[4] Þáttunum gekk einnig vel í áhorfi og var alltaf á topp tíu listanum. Friends hafði mikil áhrif allt í kringum sig og Central Perk kaffihúsið hefur veitt mörgum innblástur. Þættirnir eru endursýndir um allan heim en hver sería hefur einnig verið gefin út á mynddiski. Eftir að þættirnir kláruðust fór þátturinn Joey í loftið.[5]

Leikarar & persónur breyta

Áður en aðalleikararnir fengu hlutverk í þáttunum höfðu þau öll leikið í sjónvarpi en voru ekki flokkuð sem sjónvarpsstjörnur. Á meðan þáttunum stóð urðu þau öll stjörnur. Þættirnir urðu þekktur fyrir frábæra aðalleikara sem urðu brátt vinir utan þáttanna. Leikararnir lögðu mikinn metnað í það að reyna að halda persónunum mjög eins, án einverra mikilla breytinga, og voru þættirnir sagðir vera fyrstu þættirnir með almennilegan samleikshóp. Leikararnir ákváðu að þeir færu allir í sama flokkinn í verðlaunum í staðinn fyrir að fara í einstaklingsverðlaun og báðu um að vera öll saman á fyrstu tímaritsforsíðunni eftir fyrstu þáttaröðina.

Í upprunalegu samningunum fyrir fyrstu tvær seríurnar átti hver leikari að fá 1.600 dali fyrir hvern þátt. Árið 1996 hótaði leikhópurinn að fara í verkfall nema hann fengi launahækkun, sem varð til þess að hver leikari fékk 100.000 dali fyrir hvern þátt. Fyrir sjöttu seríuna var leikurunum boðið 250.000 dali fyrir hvern þátt. En þá fór hópurinn aftur í viðræður í apríl 2000 og bað um 750.000 dali fyrir þátt og í febrúar 2002 var launakrafan orðin 1.000.000 dala fyrir hvern þátt.[6][7][8] Leikararnir urðu mjög góðir vinir við einn gestaleikarann, Tom Selleck, sem sagði að honum fyndist hann stundum skilinn útundan. Hópurinn hélt áfram að vera góðir vinir eftir að þættirnir hættu, sérstaklega Courtney og Jennifer, og varð Jennifer guðmóðir dóttur Courtney og Davids Arquette, Coco. Í „farewell“ bókinni frá Friends stendur að hópurinn sé orðin eins og fjölskylda.

  • Jennifer Aniston leikur Rachel Green, áhugamanneskju um tísku og bestu vinkonu Monicu úr menntaskóla. Rachel og Ross Geller eru í stöðugu haltu-mér-slepptu-mér sambandi. Fyrsta starf Rachel er sem gengilbeina á Central Perk en verður seinna aðstoðarkona í innkaupadeild í Bloomingdale's og síðan í innkaupadeild Ralph Lauren. Jennifer Aniston hafði áður birst í nokkrum þáttum sem gengu ekki vel áður en hún lék í Friends.
  • Courteney Cox leikur Monica Geller, eins konar mömmu hópsins, og er þekkt fyrir kappsemi og fullkomnunaráráttu. Monica er oft aðhlátursefni hinna, sérstaklega bróður hennar Ross, fyrir að hafa verið allt of feitur krakki. Monica er kokkur sem skiptir oft um starf í gegnum þættina og endar sem yfirkokkur á veitingarhúsi Javu. Courtney Cox var með bestu ferilskrána af vinunum þegar hún fékk hlutverk Monicu, hún hafði m.a. birst í Ace Ventura: Pet Detective og í þáttunum Family Ties.
  • Lisa Kudrow leikur Phoebe Buffay, sérvitra nudd- og tónlistarkonu. Phoebe varð heimilislaus 14 ára og er þekkt fyrir að vera götu-gáfuð en samt saklaus og lauslát. Kudrow hafði áður leikið Ursulu Buffay í Mad About You og lék það hlutverk stundum, sem tvíburasystir Phoebe í nokkrum þáttum af Friends. Áður en hún fékk hlutverk í Friends vann hún á skrifstofu.
  • Matt LeBlanc leikur Joey Tribbiani, leikara sem á erfitt til að byrja með en endar á því að verða frægur í hlutverki sínu í Days of Our Lives sem Dr. Drake Ramoray. Joey er kvennagull með nokkrar kærustur í gegnum seríurnar og verður síðan ástfanginn af Rachel. Joey er fæddur ítalskri fjölskyldu og elskar mat og er í nokkurn tíma þjónn á Central Perk. Áður en Matt fékk hlutverk í Friends hafði hann komið fram í Married ... with Children, Top of the Heap og Vinnie & Bobby.
  • Matthew Perry leikur Chandler Bing, sem er tölfræðingur og upplýsingafulltrúi í stóru fyrirtæki. Chandler hættir í vinnunni og fer að vinna á auglýsingastofu. Chandler er þekktur fyrir kaldhæðnislegan húmor. Hann giftst vinkonu sinni Monicu. Eins og Jennifer Aniston hafði Matthew birst í nokkrum þáttum sem hlutu ekki velgengni áður en hann fékk hlutverk í þáttunum.
  • David Schwimmer leikur Ross Geller, steingervingafræðing sem vinnur á „Prehistoric History“ safninu en verður seinna, prófessor við New York-háskóla. Ross á þrjú misheppnuð hjónabönd að baki í gegnum þættina og er í stöðugu haltu mér-slepptu mér sambandi við Rachel. Áður en David fékk hlutverk Ross lék hann aukahlutverk í The Wonder Years og NYPD Blue.

Stutt ágrip þáttanna breyta

  • Fyrsta þáttaröðin — Áhorfandinn kynnist aðalpersónunum sex: Rachel, Monicu, Phoebe, Joey, Chandler og Ross. Rachel kemur til New York eftir að hafa yfirgefið unnusta sinn við altarið og fer að búa með Monicu í íbúðinni sem amma hennar á. Ross berst við að segja Rachel að hann elski hana, á meðan lesbíska konan hans er ólétt eftir hann. Joey er sýndur sem leikari í erfiðleikum en Phoebe vinnur sem nuddari. Chandler hættir með kærustunni sinni, Jancice (Maggie Wheeler), sem skýtur þó upp kollinum reglulega í þáttunum. Í endanum á þáttaröðinni segir Chandler Rachel óvart frá því að Ross elski hana og kemst að því að henni líður alveg eins.
  • Önnur þáttaröðin — Í byrjun uppgvötar Rachel að Ross er byrjaður með Julie (Lauren Tom), asískri-bandarískri stelpu sem hann þekkti úr skólanum. Rachel reynir að segja Ross hvernig henni líður en henni gengur ekkert betur en honum gekk að segja henni frá tilfinningum sínum, þrátt fyrir að þau byrji saman í lok seríunnar. Joey fær hlutverk í sápuóperunni „Days of our Lives“ („Ævidagarnir okkar“) en er rekinn eftir að hann segir í tímariti að hann semji stundum sínar eigin línur. Monica byrjar með dr. Richard Burke (Tom Selleck), sem er nýskilinn og 21 ári eldri en hún. Í enda seríunnar enda þau sambandið þegar þau átta sig á því að hann vill ekki fleiri börn en Monica vill börn.
  • Þriðja þáttaröðin — Byrjun er aðeins öðruvísi en hinar tvær. Rachel byrjar að vinna í Bloomingdale's og Ross verður afbrýðissamur út í samstarfsfélaga hennar, Mark. Ross og Rachel hætta saman tímabundið; en Rachel ákveður að gera það endanlegt eftir að Ross sefur hjá annarri konu á meðan þau voru ekki saman. Eftir að hafa trúað því að eiga enga fjölskyldu nema tvíburasystur sína, Úrsúlu, kemst Phoebe í samband við hálf-bróður sinn (Giovanni Ribisi) og kynmóður sína (Teri Garr). Joey byrjar með mótleikkonu sinni Kate (Dina Meyer) og Monica byrjar með milljónamæringnum Pete Becker (Jon Favreau).
  • Fjórða þáttaröðin — Ross og Rachel byrja aftur sman en hætta fljótlega saman aftur. Phoebe verður staðgöngumóðir fyrir bróður sinn og konuna hans, Alice (Debra Jo Rupp). Monica og Rachel eru neyddar til að skipta um íbúð við Joey og Chandler eftir að hafa tapað veðmáli en komast upp með að skipta þegar þær gefa þeim miða á Knicks leik og kyssast í eina mínútu. Ross byrjar með ensku konunni Emily (Helen Baxendale) og endar þáttaröðin á brúðkaupi þeirra í London. Chandler og Monica sofa saman en Rachel ákveður að fara í brúðkaupið. Á meðan Ross fer með heitin sín skiptir hann óvart nafni Emily út fyrir nafn Rachelar.
  • Fimmta þáttaröðin — Monica og Chandler reyna að halda sambandi sínu leyndu fyrir vinum sínum. Hjónaband Ross og Emily er á brauðfótum og Phoebe byrjar samband við lögreglumanninn Gary (Michael Rapaport). Monica og Chandler ákveða að opinbera samband sitt, vinum þeirra til undrunar. Þau ákveða að gifta sig í ferð til Las Vegas en ákveða að hætta við eftir að hafa séð Ross og Rachel koma dauðadrukkin út úr kapellunni.
  • Sjötta þáttaröðin — Rachel og Ross vakna gift og skilja. Monica og Chandler ákveða að búa saman í íbúðinni hennar sem leiðir til þess að Rachel flytur til Phoebe. Joey landar aðalhlutverkinu í sjónvarpsþáttaröðinni „Mac and C.H.E.E.S.E.“, þar sem hann leikur á móti vélmenni. Ross fær vinnu sem fyrirlesari hjá NYU og byrjar með nemenda sínum, Elizabeth (Alexandra Holden). Það kviknar í íbúð Phoebe og Rachel og neyðist Rachel til þess að flytja til Joey á meðan Phoebe býr hjá Monicu og Chandler. Chandler ákveður að biðja Monicu en hún íhugar að fara aftur til Richards, sem viðurkennir að hann elski hana enn þá og sé tilbúinn til að giftast henni. Monica játar bónorði Chandlers og vinirnir fagna.
  • Sjöunda þáttaröðin — Fjallað aðallega er um aðfarir Monicu og Chandlers sem eru að undirbúa brúpkaupið. Þátturinn sem Joey leikur aðalhlutverkið í („Mac and C.H.E.E.S.E.“), hættir framleiðslu en honum er boðið gamla starfið sitt aftur í Days of Our Lives. Íbúð Phoebe er löguð en vegna staðsetningarinnar ákveður Rachel að halda til hjá Joey. Serían endar á brúðkaupi Monicu og Chandler og Rachel greinir frá því að hún sé ólétt.
  • Áttunda þáttaröðin — Fyrstu þrír þættir þessarar þáttaraðar snúast aðallega um hver sé barnsfaðir Rachelar. Það kemur á endanum fram að það sé Ross og þau ákveða að eiga barnið. Joey finnur fyrir rómantískum tilfinniningum í garð Rachelar en hún ber ekki sömu tilfinningar til hans. Rachel fæðir Emmu í endanum á þáttaröðinni og Ross ákveður að biðja hennar. Joey finnur hringinn á gólfinu og Rachel heldur að hann sé að biðja hana um að giftast sér og segir já.
  • Níunda þáttaröðin — Í byrjun búa Rachel og Ross saman með Emmu. Monica og Chandler ákveða að eignast sitt eigið barn en komast að því að þau geta hvorugt átt barn. Phoebe byrjar með Mike Hannigan (Paul Rudd) og velur hann yfir vin sinn David (Hank Azaria). Hópurinn ferðast til Barbados í tvöföldum lokaþætti, til að heyra Ross flytja aðalræðu sína á ráðstefnu steingervingafræðinga. Joey og kærastan hans, Charlie, hætta saman og hún byrjar í staðinn með Ross. Tilfinningar Rachel og Joey kvikna aftur og enda þau á því að kyssast.
  • Tíunda þáttaröðin — Allur söguþráðurinn er leiddur til lykta. Joey og Rachel reyna að fá Ross til að sætta sig við það að þau séu saman en þau ákveða að vera vinir. Phoebe og Mike giftast en Charlie hættir með Ross. Monica og Chandler ákveða að ættleiða barn og hitta Ericu (Anna Faris), sem eignast tvíbura í lokaþættinum. Monica og Chandler flytja í úthverfi og Joey á erfitt með að meðtaka allar breytingarnar. Rachel fær starf í París en ver síðustu nóttinni sinni í New York með Ross og ákveður hún á síðustu stundu að fara ekki og láta reyna á sambandið við Ross.

Tilvísanir breyta

  1. Lauer, Matt (5. maí 2004). 'Friends' Creators Share Show's Beginnings“. Dateline NBC. Afrit af uppruna á 2. október 2013. Sótt 5. maí 2004.
  2. Seemayer, Zach (31. mars 2014). „The 10 Most-Watched TV Series Finales Ever!“. Entertainment Tonight. Afrit af uppruna á 3. september 2015. Sótt 23. maí 2015.
  3. Conradt, Stacy (28. febrúar 2010). „The 10 Most-Watched Series Finales Ever“. Mental Floss. Afrit af uppruna á 11. maí 2015. Sótt 24. maí 2015.
  4. „Friends“. Television Academy (enska). Afrit af uppruna á 17. október 2018. Sótt 16. október 2018.
  5. Levin, Gary (24. júlí 2003). „NBC has sitcom plans for Friends pal Joey“. USA Today. Afrit af uppruna á 24. janúar 2009. Sótt 30. desember 2008.
  6. Guinness World Records 2005 (Special 50th anniversary. útgáfa). New York City: Guinness World Records Ltd. 2004. bls. 288. ISBN 978-1-892051-22-6. OCLC 56213857.
  7. Saah, Nadia (21. janúar 2004). Friends til the end“. USA Today. ISSN 0734-7456. Afrit af uppruna á 28. júní 2011. Sótt 19. desember 2008.
  8. Rice, Lynette (21. apríl 2000). „Friendly Fire“. Entertainment Weekly. bls. 2. ISSN 1049-0434. OCLC 21114137. Afrit af uppruna á 20. júlí 2009. Sótt 7. mars 2018.

Tenglar breyta