Vindátt er sú átt sem vindur blæs úr. Þannig er til dæmis rætt um sunnanátt, suðlæga átt eða sunnanvind þegar vindur kemur úr suðri.

Mæld meðalvindátt í 10 mínútur nefnist segulvindátt (magnetísk átt) þegar miðað er við áttavita, en sönn vindátt, þegar leiðrétt hefur verið fyrir misvísun. Í veðurskeytum er gefin vindhraði og sönn vindátt í heilum tug bogagráða. Tíðni vinda er oftast sýnd með vindrós.