Vetrarundur í Múmíndal

Vetrarundur í Múmíndal (á sænsku: Trollvinter) er bók eftir finnlandssænska rithöfundinn og teiknarann Tove Jansson, sem gefin var út árið 1957 af finnska bókaforlaginu Schildts Förlags Ab sem sérhæfir sig í útgáfu á sænsku í Finnlandi.

Bókakápa íslensku þýðingu bókarinnar, en hún kom fyrst út í Svíþjóð árið 1957

Bókin er sjötta bókin í bókaröðinni um Múmínálfana en í bókaröðinni eru alls níu bækur. Fyrir myndskreytingarnar í bókinni hlaut Jansson Elsa Beskow-verðlaunin árið 1958. Vetrarundur í Múmíndal kom fyrst út í íslenskri þýðingu hjá bókaforlaginu Örn og Örlygur 1969 í þýðingu Steinunnar S. Briem[1] og var endurútgefin af Máli og Menningu árið 2003. Hún var önnur bókin til að vera þýdd á íslensku í bókaflokknum, sú fyrsta var Pípuhattur galdrakarlsins sem út kom árið 1968.

Um bókina breyta

Í þessarri bók kveður við munn dimmari og dýpri tón en í fyrri bókum Tove um Múmínálfana, tón sem hún hélt það sem eftir var af ritröðinni. Múmínsnáðin finnur sig oft einmana, vansælan, reiðan eða hræddann, sem afleiðingu þess að vera þvingaður til að takast á við kringumstæður sem hann þekkir ekkert til og finnst hann ekki tilheyra. Þrátt fyrir að halda sjarma og gleði fyrri bókanna þá er meira kafað í djúp sálarlífs og persónu Múmínsnáða en áður.

Söguþráður breyta

Múmínálfar leggjast í vetrardvala frá nóvember fram í mars. En einn janúardag vaknar Múmínsnáðin skyndilega og nær ekki að sofna aftur. Honum tekst ekki að vekja aðra í fjölskylduni og aleinn uppgötvar hann kaldan, rólegan en oft á tíðum bæði dásamlegan og hræðilegan veturinn. Hann finnur sig fyrst aleinan en hittir þá fyrir bæði Tikka-tú og Míu litlu, en Mía skemmtir sér konunglega við að renna sér í snjónum á silfurbakka Múmínmömmu.

Á veturnar býr Tikka-tú í baðhúsi Múmínfjölskildunnar með fjölmörgum ósýnilegum verum og veiðir sér fisk til matar undir ísnum. Og í baðhúsinu finnur Múmínsnáðinn einmitt forföður sinn, eins og hann sjálfur hefði litið út fyrir þúsund árum.

Tikka-tú byggja stóran snjóhest handa hinni ógurlegu Ísdrottningu, sem getur fryst alla lifandi með augnaráðinu einu saman og lifa það ekki allir af. Ísdrottningin frysti Míu litlu en Tikka-tú og Múmínsnáðanum tókst að afþíða hana og fá þannig líf í hana aftur.

Eftir því sem á veturinn líður boppa fleiri og fleiri persónur upp, Morrinn, skíða Hemúllinn, litli kaldi hundurinn Aumi og fleiri, allir í leit að yl og góðu sultunni hennar Múmínmömmu.

Helstu persónur breyta

Sagan notuð í sjónvarpsþáttum breyta

Sjónvarpsþættir Þættir byggðir á bókinni
Jól í Múmíndal
(Svíþjóð, mínísería)
1–13
Múmínálfarnir
(Pólland, brúðumynd)
18: "Vetur í Múmíndal"
19: "Mía litla"
20: "Kuldin mikkli"
21: "Ég bíð eftir sólinni"
22: "Vetrargestir"
23: "Heilsusami Hemúllinn"
24: "Aumi og úlfarnir"
25: "Vorið kemur"
Í Múmíndal
(Japan, teiknimyndir)
22: "Múmínsnáðinn upplifir veturinn"
23: "Vetrargestir"
37: "Stóra vetrarbálið"

Tilvísanir breyta

  1. „Vetrarundur í Múmíndal“. gegnir.is. Sótt desember 2012.[óvirkur tengill]

Heimildir breyta