Vedaritin eða vedurnar (sanskrít: वेद véda „vit“) eru stórt textasafn frá Indlandi hinu forna. Vedaritin eru elstu bókmenntir á sanskrít og elstu helgirit hindúa. Samkvæmt hindúatrúnni eru vedaritin apauruṣeya ("ekki af mannavöldum"), en uppruni innihalds þeirra með öllu óþekktur. Önnur trúarbrögð sem eiga rætur sínar að rekja til hindúatrúarinnar, eins og búddismi, jaínismi og síkismi, halda því hins vegar fram að þótt ritin byggi á andlegri visku þá sé uppruni þeirra ekki endilega guðlegur. Vedaritin eru talin hafa orðið til á vedatímabilinu í sögu Indlands. Aldur þessa tímabilsins er óljós, en talið er að því hafi lokið um 500 f.Kr. Talið er að vedaritin hafi varðveist í munnlegri geymd þar til fyrstu textasöfnin voru tekin saman eftir að ritöld hófst á 2. öld f.Kr. Elstu handrit vedaritanna sem varðveist hafa eru frá 11. öld.

Rigveda-handrit á devangari frá upphafi 19. aldar.

Vedaritin skiptast í fjögur textasöfn:

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.