Vashti Bunyan (fædd 1945 á Englandi) er ensk söngkona sem á öndverðum sjöunda áratugnum gaf út nokkrar smáskífur auk einnar breiðskífu.

Vashti Bunyan

Fyrsta breiðskífa Vashti Bunyan nefnist Just Another Diamond Day og kom út árið 1970. Þó að sú plata hafi ekki fengið arfaslaka dóma náði hún á sínum tíma ekki eyrum né athygli almennings og tók Vashti það mjög nærri sér. Hún ákvað að snúa baki við tónlistinni, fjárfesti í hestvagni og ferðaðist um víðan völl þangað til hún kom sér loks fyrir á sveitabæ þar sem hún eignaðist fjölskyldu. Þaðan flutti Vashti ekki fyrr en fyrir rúmum áratug síðan og segir hún þau umskipti hafa haft mikil áhrif á sig og hafi átt þátt í tilurð Lookaftering sem kom út árið 2005. Tilkomu þeirrar plötu má að mörgu leyti þakka tónlistarmanninum Devendra Banhart sem hvatti hana til dáða og aðstoðaði. Af þeim sem einnig hafa aðstoðað Vashti má nefna Joönnu Newsom og meðlimi Animal Collective. Áður en kynni þeirra komust á hafði Vashti hvorki snert gítarinn sinn né samið svo lítið sem lagstúf frá því Just Another Diamond Day kom út.