Vampírubaninn Buffy (2. þáttaröð)

Önnur þáttaröð bandaríska gamanþáttarins Vampírubaninn Buffy fór af stað þann 15. september 1997 og kláraðist 19. maí 1998. Þættirnir voru 22 og hver þáttur var að meðaltali 42 mínútur að lengd.

Söguþráður breyta

Önnur þáttaröðin byrjar með því að Buffy er með áfallaröskun eftir að hafa verið dáin í nokkrar mínútur þegar hún barðist við meistarann. Hún er hrokafull og leiðinleg við vini sína, Angel og Giles. Hinn Smurði hyggst endurvekja Meistarann með því að nota beinin hans og ræna vinum Buffyar sem voru í nálægð við Meistarann þegar hann dó (Willow, Giles, Jenny, Cordelia) en Buffy mölvar beinin og bjargar vinum sínum. Eftir að hafa fengið útrás á reiði sinni yfir Meistaranum, verður hún sama góða Buffy á ný og Buffy og Angel byrja saman. En vandamál koma fram í skólanum þegar Snyder skólastjóri (Armin Shimerman) ætlar sér að nota hvaða afsökun sem er til að reka Buffy úr skólanum, og með komu Spikes og Drusillu, vampírupar sem ætlar sér drepa Buffy og tengjast fortíð Angels. Spike brennir þann Smurða og tekur yfir störfum hans. Nýr vampírubani Kendra Young (Bianca Lawson) kemur til Sunnydale sem staðgengill Buffyar vegna "dauða" hennar. Kendra sem hefur lesið allar handbækurnar og veit allt um sögu vampírubana þarf vinna með Buffy sem vill frekar lifa venjulegu lífi með banaskyldum sínum og spinnur upp allt sem hún gerir í starfi sínu sem vampírubani. Þegar Spike hyggst veita hinni veiku Drusillu fullan styrk á ný þarf hann að nota blóð vampírurnar sem gerði hana að vampíru, þ.e.a.s. Angel. Hann ræður djöflalaunmorðingja til að trufla Buffy og ræna Angel. Athöfnin heppnast en Spike lamast í bardaganum við Kendru og Buffy. Willow byrjar með gítarleikaranum Oz, sem breytist seinna í varúlf við fullt tungl, og Xander byrjar með Cordeliu. Á 17 ára afmæli Buffyar sefur hún hjá Angel. En bölvun Angels er létt og hann verður aftur Angelus og gengur í lið með Spike og Drusillu. Angelus og Drusilla vilja eyða heiminum, enda bæði jafniklikkuð. Í ljós kemur að Jenny Calendar er fædd inn sígaunaflokkinn sem lagði bölvunina á Angel. Hún reynir að þýða þuluna fyrir bölvuninni en Angelus finnur og drepur hana. Buffy ákveður að Angel sé farinn fyrir fullt og allt.

Næsta áætlun Angelusar er að opna hlið fyrir djöflinum Acathla sem mun rústa heiminum. Kendra snýr aftur til að hjálpa Buffy og Willow finnur þulu Jennyar og hyggst flytja hana en lendir í dái. Drusilla drepur Kendru og Snyder skólastjóri kennir Buffy um og rekur hana úr skólanum. Buffy og Spike semja um vopnahlé til að stöðva Angelus (Spike vill ekki að heimurinn endi því hann vill skemmta sér meira) og Joyce kemst að því að Buffy sé vampírubani. Hún segir Buffy að ef hún verði ekki heima þurfi hún ekki að koma aftur. Willow vaknar og er enn ákveðin í að flytja bölvunina. Angelus rænir Giles til þess að fá hann til að segja honum hvernig hann getur vakið Acathla og eftir ítrekaðar pyntingar Giles segir honum að blóðið hans (Angelusar) sé lykillinn. Buffy kemur á ögurstundu og fær Xander til að bjarga Giles. Spike tefur fyrir Angelus og leyfir Buffy að berjast við hann meðan hann flýr úr bænum með Drusillu.

Meðan Buffy og Angelus berjast flytur Willow bölvunina og Angel fær sálina sína aftur. En Acathla er alveg að komast í gegn og eina leiðin til að stöðva hann er að drepa Angel - lykilinn. Buffy rekur Angel á hol með sverði og hann sogast í einhverja vítisveröld. Eftir allt þetta yfirgefur Buffy Sunnydale og fer til Los Angeles.

Þættir breyta

Titill Sýnt í U.S.A. #
„When She Was Bad“ 15. september 1997 13 – 201
Höfundur & leikstjóri: Joss Whedon
„Some Assembly Required“ 22. september 1997 14 – 202
Höfundur: Ty King, Leikstjóri: Bruce Seth Green
„School Hard“ 29. september 1997 15 – 203
Handrit: David Greenwalt, Saga: Joss Whedon & David Greenwalt, Leikstjóri: John T. Kretchmer
„Inca Mummy Girl“ 6. október 1997 16 – 204
Höfundar: Matt Kiene & Joe Reinkemeyer, Leikstjóri: Ellen S. Pressman
„Reptile Boy“ 13. október 1997 17 – 205
Höfundur & leikstjóri: David Greenwalt
„Halloween“ 27. október 1997 18 – 206
Höfundur: Carl Ellsworth, Leikstjóri: Bruce Seth Green
„Lie to Me“ 3. nóvember 1997 19 – 207
Höfundur & leikstjóri: Joss Whedon
„The Dark Age“ 10. nóvember 1997 20 – 208
Höfundar: Dean Batali & Rob Des Hotel, Leikstjóri: Bruce Seth Green
„What's My Line? (hluti 1)“ 17. nóvember 1997 21 – 209
Höfundar: Howard Gordon & Marti Noxon, Leikstjóri: David Solomon
„What's My Line?: (hluti 2)“ 24. nóvember 1997 22 – 210
Höfundur: Marti Noxon, Leikstjóri: David Semel
„Ted“ 8. desember 1997 23 – 211
Höfundar: David Greenwalt & Joss Whedon, Leikstjóri: Bruce Seth Green
„Bad Eggs“ 12. janúar 1998 24 – 212
Höfundur: Marti Noxon, Leikstjóri: David Greenwalt
„Surprise“ 19. janúar 1998 25 – 213
Höfundur: Marti Noxon, Leikstjóri: Michael Lange
„Innocence“ 20. janúar 1998 26 – 214
Höfundur & leikstjóri: Joss Whedon
„Phases“ 27. janúar 1998 27 – 215
Höfundar: Rob Des Hotel & Dean Batali, Leikstjóri: Bruce Seth Green
„Bewitched, Bothered and Bewildered“ 10. febrúar 1998 28 – 216
Höfundur: Marti Noxon, Leikstjóri: James A. Contner
„Passion“ 24. febrúar 1998 29 – 217
Höfundur: Ty King, Leikstjóri: Michael Gershman
„Killed by Death“ 3. mars 1998 30 – 218
Höfundar: Rob Des Hotel & Dean Batali, Leikstjóri: Deran Sarafian
„I Only Have Eyes for You“ 21. apríl 1998 31 – 219
Höfundur: Marti Noxon, Leikstjóri: James Whitmore, Jr.
„Go Fish“ 5. maí 1998 32 – 220
Höfundar: David Fury & Ellen Hampton, Leikstjóri: David Semel
„Becoming (hluti 1)“ 12. maí 1998 33 – 221
Höfundur & leikstjóri: Joss Whedon
„Becoming (hluti 2)“ 19. maí 1998 34 – 222
Höfundur & leikstjóri: Joss Whedon