Vínland er nafn á svæði í Norður-Ameríku sem Leifur heppni fann um árið 1000. Árið 1960 fundust rústir byggðar norrænna manna í L'Anse aux Meadows nyrst á Nýfundnalandi. Norsku fornleifafræðingarnir Helge Ingstad og Anne Stine Ingstad grófu rústirnar upp, og rituðu tveggja binda verk um niðurstöðurnar. Ekki er hægt að fullyrða hvort staðurinn er Vínland, sem sagt er frá í fornritum.

L’Anse-aux-Meadows, á Nýfundnalandi.
Siglingaleiðir norrænna manna eins og þær eru skráðar í Íslendingasögunum

Árið 1957 fannst kort, Vínlandskortið, sem sýnir staðsetningu Vínlands. Kortið var greint og kom í ljós árið 2021 að það er falsað. [1]

Tenglar breyta

Tilvísanir breyta

  1. Vínlandskortið er falsaðRúv, skoðað 1/10 2021