Vélþýðing er þýðing á texta eða tali úr einu tungumáli á annað gerð með tölvu og þar til gerðum hugbúnaði. Einföld gervigreind getur aðeins þýtt einstök orð, en sé um flóknari útbúnað að ræða getur hún notast við textasöfn og borið kennsl á orðasambönd, þýtt orðatiltæki og einangrað undantekningar.

Nú á dögum er til þýðingarhugbúnaður sem þýðir texta á afmörkuðum sérsviðum (til dæmis veðurspár), þar sem orðaforðinn er takmarkaður. Almennt eru vélþýðingar skjala sem nota formlegt málsnið líklegri til að skila nothæfum texta en þýðingar á daglegu tali eða frumlegum texta. Hægt er að gera útkomu þýðingarinnar betri með því að aðstoða hugbúnaðinn, til dæmis með því að merkja sérstaklega sérnöfn eða „kenna“ hugbúnaðinum betri þýðingar á tilteknum setningum.

Helstu aðferðir við vélþýðingar skiptast í tölfræðilegar aðferðir sem notast við tvítyngd textasöfn, dæmaaðferðir sem notast við hliðstæður í þýðingu líkra setninga, regluaðferðir sem byggjast á málgreiningu, orðasöfnum og málfræðireglum, og aðferðir sem blanda þessu saman. Google Translate er dæmi um tölfræðilegan vélþýðanda meðan Apertium er dæmi um vélþýðanda sem byggir á reglum.

Sú hugmynd að í framtíðinni verði hægt að smíða vélþýðanda sem jafnast á við mennskan þýðanda er umdeild.

Saga breyta

Vélþýðing varð til sem hugtak á 17. öldinni. Árið 1629 stakk René Descartes upp á því að hægt væri að gera alheimstungumál með sama tákn yfir sömu hugmynd í ólíkum tungumálum. Í Georgetown-tilrauninni á sjötta áratugunum var búin til vél sem þýddi sjálfkrafa yfir sextíu setningar úr rússnesku á ensku. Tilraunin gekk mjög vel og miklir fjármunir voru settir í vélþýðingarannsóknir. Afraksturinn lét þó bíða eftir sér og tíu árum síðar var skýrsla ALPAC-nefndarinnar gefin út sem lýsti því að niðurstöður hefðu ekki staðið undir væntingum.

Tengt efni breyta

   Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.