Uniform Type Identifier

Uniform Type Identifier eða UTI er strengur skilgreindur af Apple Inc til að einkenna með einkvæmum hætti tegund hvers kyns gagna, hvort sem það eru skrár, möppur, skráavöndlar, klemmuspjaldsgögn eða annað. UTI var bætt við í Mac OS X 10.4. Tilgangurinn var að búa til aðferð til að einkenna gögn sem væri áreiðanlegri en eldri aðferðir; MIME-tegund, skráarending, Type code eða Creator code.

Nafnrýmið public.* inniheldur allar grunngagnagerðir kerfisins.

  Þessi tölvunarfræðigrein sem tengist Apple er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.