Ulrich Beck (f. 15. maí 1944; d. 1. januar 2015) var þýskur félagsfræðingur. Hann er upphafsmaður hugstaksins áhættusamfélag og var prófessor í félagsfræði við Ludwig-Maximilians-University Munich til ársins 2009. Hann er nú prófessor við Háskólann í München og við London School of Economics.

Beck fæddist í Stolp í Þýskalandi (núna Słupsk í Póllandi) árið 1944. Hann hóf nám árið 1966 í félagsfræði, heimspeki, sálfræði og stjórnmálafræði við Háskólann í München og gerðist háskólakennari árið 1979. Hann var prófessor í Háskólanum í Münster (1979 – 1981) og Bamberg (1981 – 1992). Frá árinu 1992 hefur Beck verið prófessor í félagsfræði og stjórnandi félagsfræðistofunar við Háskólann í München.