Tvívirk betasundrun

Tvívirk betasundrun er form geislavirkar sundrunar, þar sem tvær nifteindir í atómkjarnanum klofna í róteindir og tvær rafeindir og tvær andfiseindir. Þetta ferli er táknað sem ββ.

Ferli breyta

Í β sundrun, hrörna óstöðugir kjarnar með því að breyta nifteind úr kjarnanum í róteind og gefa frá sér rafeind og andfiseind. Til að gera betasundrun mögulega, þarf kjarninn sem að breyst er í að hafa hærri bindiorku en upprunalegi kjarninn. Í sumum kjörnum, eins og til dæmis german-76, hefur kjarninn sem er einni atómtölu hærri en það, lægri bindiorku og kemur það því í veg fyrir β sundrun. Á hinn bóginn, hefur kjarninn sem að er tveimur atómtölum fyrir ofan, selen-76, hærri bindiorku og er því tilfelli tvívirkt betasundrunarferli mögulegt.

Fiseindalaus tvívirk betasundrun breyta

Ferlinu sem að lýst er að ofan er einnig þekkt sem tvífiseinda tvívirk betasundrun, því að gefur það frá sér tvær fiseindir. Ef að fiseindir eru Majorana-eindir, sem að þýðir að andfiseindin og fiseindin eru sama eindin, þá er möguleiki fyrir hendi að fiseindalaus tvívirk betasundrun gerist. Í því ferli eyðast báðar fiseindirnar skömmu eftir að þær verða til, þannig að samtals hreyfiorka rafeindanna tveggja er nákvæmlega munurinn á bindiorku upprunalegu og endanlegu kjarnanna. Stungið hefur verið upp á nokkrum tilraunum til að leita að fiseindalausri tvívirkri betasundrun, vegna þess að staðfesting á henni myndi gefa til kynna að fiseindir væru vissulega Majorana-eindir og væri því hægt að reikna út massa þeirra.

Kjarnaferli

Sundrunarferli vegna geislavirkni
Alfasundrun | Betasundrun | Gammageislun | Innhvarf | Jáeindageislun | Klasasundrun | Nifteindageislun | Rafeindahremming | Róteindageislun | Sjálfklofnun | Tvívirk betasundrun | Tvívirk Rafeindahremming
Kjarnamyndun
Nifteindahremming: R-Ferli | S-Ferli
Róteindahremming: P-Ferli