Tsjeng He (hefðbundin kínverska: 鄭和 einfölduð kínverska: 郑和 pinjin: Zhèng Hé; fæðingarnafn: 馬三寶 / 马三宝; pinjin: Mǎ Sānbǎo; arabískt nafn: Hajji Mahmud) (13711435) var kínverskur landkönnuður. Hann var múslimi frá Junnan í suðurhluta Kína og var tekinn höndum og geldur þegar her Ming-veldisins lagði héraðið undir sig. Tsjeng He lærði í keisaralegum skóla og varð flotaforingi í þjónustu Jongle-keisarans. Hann stýrði flota af djúnkum í mörgum ferðum um Indlandshaf þar sem hann sigldi allt til Egyptalands eftir Rauðahafi og inn Persaflóa.

Kínversk prentmynd frá 17. öld sem er talin eiga að sýna flota Tsjeng He.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.